Litla daman okkar er komin með nafn! Sonja er ánægð með nafnið sitt, brosir og hjalar þegar ég býð henni góðan daginn á morgnana. Við vorum með skírnarveislu hérna heima hjá okkur á sunnudaginn og hann Bjarni Karlsson sá um athöfnina. Áttum alveg ótrúlega góðan og fallegan dag í faðmi fjölskyldunnar.
Lífið er nú að komast í fastar skorður aftur, allir að detta almennilega í sitt prógramm og eins og það er gaman að breyta út af vananum þá elska ég rútínuna mína. Ég er farin að æfa aftur af fullum krafti og það gengur alveg ótrúlega vel. Næ að hanga í hinum stelpunum og það er auðveldara með hverri æfingunni. Ég finn heilmilkinn mun á milli vikna og það er svo gaman að finna kroppinn svara og styrkjast.
Matarræðið er líka komið í góðan gír. Er að koma mér út úr því borða allan sólarhringinn sem var nauðsynlegt fyrstu vikurnar eftir að ég átti Sonju og nú er ég komin í 6 sinnum á dag taktinn minn. Ég þarf að borða meira í hvert sinn en nú legg ég áherslu á að borða hollan mat en ekki bara það sem hendi er næst. Ég er núna 67 kíló, tæplega kílói þyngri en þegar ég varð ólétt og er alsæl með það. Ég reikna með að verða komin í kjörþyngdina mína, 64 kg, um áramótin. Ég vil ekki vera léttari en það á meðan ég er með Sonju á brjósti en ég stefni á rúmlega ár eins og með hina krakkana.
Tante Gudrun er svooo fyndin :)
Ákvað að prófa nýtt 'look' á bloggið en nú er hægt að leika sér með útlitið og framsetninguna, gaman :)