Já nú er kátt í höllinni. Allt gengur eins og í sögu hjá okkur og litla stelpan okkar aðlagast vel og við henni. Hún er alveg sérstaklega róleg og góð, drekkur, sefur og er aðeins farin að skoða sig um núna. Dekrar við mömmu sína á næturnar og sefur langa dúra í einu.
Í 5 daga skoðuninni var hún búin að ná fæðingarþyngdinni sinni og heimaljósan sagði okkur að þá væri nú bara óhætt að fara að taka hana út í stutta göngutúra í góða veðrinu. Vorum fljót að taka hana á orðinu og erum búin að fara í nokkrar góða túra í Laugardalinn og nú um helgina fórum við í skemmtiferð til Hveragerðis á Blómstrandi daga.
Lilja skemmti sér konunglega með mömmu sinni í fallturninum, í hoppukastalanum og svo var toppurinn á tilverunni að sjá Ingó Veðurguð syngja á sviðinu. Hún hefur nokkrum sinnum hitt hann hérna í hverfinu okkar þegar hann hefur verið að taka tröppuspretti og er þvílíkt skotin í honum :) Litla skottið var eins og engill í ferðalaginu, enda áttum við ekki von á öðru.
Gaman að hitta þig hlaupandi um daginn! Gleymdi að segja þér að ég lækkaði hnakkinn á hjólinu og það er miklu betra :) Nú er ég ekki svona völt á hjólinu hehehe..
SvaraEyðaAnnars ætlar Kim gangandi 10k með Stefán Stein ef þú vilt fara í labbitúr með vagninn :)
Æ hvað hún er yndisleg litla krílið! Og þú dugleg að vera strax farin að hlaupa!!
SvaraEyðaFlott Sigrún, þó svo þú hafir verið sérstaklega þokkafull á hjólinu þá vaggaðir þú heldur mikið til hliðanna. Pínu eins og lítil stelpa sem nær ekki niður á pedalana :)
SvaraEyðaJóla: Takk og hvernig væri nú að kíkja á okkur mæðgur. Lofa að taka vel á móti þér :)