Á maður ekki að hafa endalausan tíma þegar maður er heimavinnandi... Ég er ekki að finna hann alla vega og rétt næ að henda inn æfingafærslunum mínum og bloggið situr á hakanum. Stund milli stríða:
Reykjavíkurmaraþon síðustu helgi og þvílíkur dagur. Við mæðgur (Amman, mamman og litla krílið) gerðum okkur klárar fyrir hálf níu (gefa og græja sig) og héldum svo í bæinn. Þórólfur hljóp niðrí bæ til að hita sig upp fyrir sitt hlaup, Gabríel kúrði til hádegis og afi Þór kom og passaði Liljuna fyrir okkur. Það er frábær aðstaða fyrir starfsmenn Íslandsbanka rétt hjá startinu og þar geymdi ég ömmu og litlu á meðan ég skottaðist úr að hlaupa.
Fyrirfram var ég búin að stefna að því að hlaupa þetta á innan við klukkutíma, var búin að vera að skokka 6 km hringinn minn á 5:45 pace svo mér fannst það raunhæft. En svo... hitti ég samstarfskonu mína í startinu og þegar ég segi henni mín plön verður hún svaka glöð og segir 'Þá ætla ég að vera á undan þér, ég er að stefna að 52 mínútum'. Æiiii neiii hugsaði ég með mér, þú hefðir ekki átt að segja þetta, því ég fann hvernig það kveiknaði á keppnismanneskjunni í mér. Ég kom mér nú samt fyrir vel fyrir aftan 55 mínútna pacerana og ákvað bara að sjá hvað myndi gerast. Ég var líka klukkulaus (samkvæmt plani) svo ég færi ekki að sperra mig meira en ég þoldi.
Ég fann strax að ég var mun léttari á mér en þeir sem voru í kringum mig svo ég sikk sakkaði í rólegheitunum fram úr einum á fætur öðrum. Ég hef bara nokkrum sinnum startað langt fyrir aftan getu og það getur verið hrikalega gaman, maður er alltaf að taka fram úr og það gefur mann extra boost, og þá verður maður ennþá léttari á sér. Leið frábærlega allan tímann og eftir 6-7 km átti ég nóg eftir og ákvað að spíta aðeins í. Sá glitta í 50 mínútna blöðruna og það kitlaði að komast undir 50 mínúturnar. Tók svo heljarinnar endasprett og þegar ég sá klukkuna í markinu (50:50) vissi ég að tíminn gæti dottið rétt yfir eða rétt undir 50 vegna þess að það tók hátt í mínútu frá starti að komast að rásmarkinu því ég startaði svo aftarlega. Var frekar glöð þegar ég sá úrslitin á netinu 49:58 jeiii...
Þórólfur hljóp eins og engill á 35:35 og tryggði sér annað sætið í Powerade hlaupaseríunni, fékk flottan bikar og Asics skó að launum.
Þórólfur hljóp eins og engill á 35:35 og tryggði sér annað sætið í Powerade hlaupaseríunni, fékk flottan bikar og Asics skó að launum.
Eftir rúma 3 km eða svo, vííí gaman.
Í endorfínvímu eftir hlaup, svo gott :)
Svo var málið að drífa sig heim og ná í hana Lilju okkar til að komast í Latabæjarhlaupið en það er svei mér þá meira spennandi en jólin hjá minni. Hún var búin að stunda stífar æfingar síðustu vikurnar, draga mömmu sína út að hlaupa og teygja og ég veit ekki hvað. 'Mamma ég ætla að hlaupa í pilsi eins og þú í maraþoninu!'. Lilja spretti af stað um leið og hlaupið var ræst og ég þurfti að hafa mig alla við að fylgja henni. Rétt eftir startið hrasaði hún í þvögunni og fékk skrámu á hnéð. 'Er allt í lagi með þig?'. 'Já mamma, hlaupum!'. Mín hljóp alla leiðina og 'vann' hlaupið eins og venjulega, þvílíkt gaman.
Við mæðgur í startinu.
Gott að slaka aðeins á eftir átökin.
Eftir hlaupið hittum við afa Þór og við röltum um bæinn og fengum okkur kaffisopa með honum. Þá var komið að næstu skiptingu. Brunað heim, gefið, skipt um föt og brunað í bæinn aftur þar sem við hittum hlaupafélaga okkar, eins og venjulega á þessum degi, á Caruso.
Meira rölt í bænum (mest til að tékka á Gabríel og vinum hans :) en svo gafst gamla upp að verða níu. Þá fórum við heim og horfðum á flugeldasýninguna af svölunum hjá okkur. Þetta er einn af uppáhaldsdögunum okkar á árinu en jæks hvað við erum alltaf búin á því þegar við komumst loks í ból. Þá tölum við um að í ellinni náum við kannski líka að skoða einhverja menningu á Menningarnótt!
Snillingur sem þú ert!! :):)
SvaraEyðaKv. úr Borgarnesi
Takk, vantar ekki hvatninguna frá þér :) Gaman að sjá þig hér: http://www.dv.is/lifsstill/2011/8/29/vildi-ekki-vera-mamman-sem-gat-ekki-hreyft-sig/
SvaraEyðaRock on stelpa!