18. ágú. 2011

Run Forrest...

Ég fór að hlaupa aftur fyrir 10 dögum og er búin að ná 9 litlum hlaupatúrum á tímabilinu.  Ég var svona að taka stöðuna á mér hvort ég væri tilbúin að taka þátt í 10 km hlaupinu í RM eður ei og jú, mér líður bara þvílíkt vel á hlaupunum og þetta verður ekkert mál (þar til annað kemur í ljós...).  Ég stefni á að vera innan við klukkarann, get ekki skilið krílið eftir mikið lengur í einu!

Hvað er með þetta æðislega veður, svo gaman að vakna dag eftir dag í bongó blíðu.  Ekki erfitt að koma sér út að hreyfa sig þegar viðrar svona.  Í dag fengum við Þórólfur pössun og fengum smá 'date time' fyrir okkur.  Skutluðumst niðrá höfn og röltum út í vita en það er orðin hefð hjá okkur, gerum það á hverju sumri á einhverjum góðviðrisdeginum.  Það var nefnilega þannig að fyrsta kvöldið sem við hjónin náðum saman, reyndi bóndinn að draga mig í göngutúr út í þennan vita en ég var nú frekar treg í taumi.  Að fara að labba langar leiðir að óþörfu...

Síðan þá hefur margt breyst og aðallega það, hvað ég er orðin auðveld í taumi og nú fer ég hvert sem er, hvenær sem er með mínum manni.  Bara að nefna það :)


Rómó út í vita <3


Lilja úti á svölum í blíðunni.

Erfitt líf, geisp!!!

1 ummæli:

  1. Yndislegt líf. Vona að ég sjái ykkur á morgun. Þú rúllar 10unni upp Eva mín.

    SvaraEyða