Skráði mig á HD fitness námskeið í Hreyfingu, en það eru tímar sem fara fram í heitum sal og eru blanda af yoga, pilates og tai chi. Fullt af styrktaræfingum og teygjum, tímar sem láta manni líða eins og maður hafi farið í gott nudd svei mér þá. Ég var heilmikið í Hreyfingu þegar ég var ólétt, prófaði alls konar þrek og styrktartíma og þá lofaði ég sjálfri mér að gleyma ekki hversu gott það er að taka þetta með hlaupunum. Fyrsti tíminn var í dag, fékk reyndar að svissa á milli námskeiða og mæta kl. 7 í morgun en venjulega verð ég seinnipartinn. Námskeiðið er í 6 vikur og markmiðið er að vera alveg laus við bumbuna að því loknu. Spurning um að taka fyrir og eftir myndir... Nei sennilega betra að taka bara 'eftir' mynd þegar ég er komin með massa sixpack!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli