Var að skrá mig í 10 km í Reykjavíkurmaraþoni!!! Hlaupið er 20. ágúst og samkvæmt mínum útreikningum ætti ég að minnsta kosti að geta lullað þetta, kannski með vagn eða skokkað í rólegheitum. Alla vega þá fékk ég smá kikk út úr því að skrá mig í hlaup í fyrsta sinn í marga mánuði :). Svo er alltaf hægt að breyta í 3 km ef þess þarf.
Annars er lífið gott, munur að skakklappast um í bongó blíðu fyrst maður þarf að skakklappast á annað borð. Ég var hjá sjúkraþjálfaranum mínum í dag og sagði við hann að það væri pínu frústrerandi núna að geta ekki fundið einhverja leið til að laga 'meiðslin', yfirleitt er ég rosalega fljót að finna bata ef eitthvað kemur upp á og ég er mjög góð að hlýða og gera eins og mér er sagt. 'Eva, þetta eru ekki meiðsl og þú ert ekkert að fara að laga neitt! Já, einmitt ehehehhh...
Ég er annars smám saman að venjast því að taka því rólega og þá gengur allt betur. Ég vanda mig við að fara fram úr rúminu, er smá stund að komast í gang og labba yfirvegað og án flumbrugangs út í daginn. Eins og mér finnst ég fara mér hægt þá tek ég eftir því að ég er bara á sama hraða og flestir í kringum mig á röltinu og frá því ég fór að synda meira hefur bara einu sinni, einn tekið fram úr mér en ég tek fram úr fullt! Það þarf ekki mikið til að gleðja mann :)
Það besta við að vera svona í fríi er að hafa fullt af tíma með krökkunum mínum og bónda. Ég hef tíma í að skutla, horfa, teikna, planta, dúllast, elda, hanga og ég veit ekki hvað. Nýt þess.
Þú ert góð! Á ég kannski að skrá mig líka og skora á þig í keppni? Nei...ég held að þú myndir samt rúlla mér upp. Ég myndi þora ef þú ættir að eiga 6. september sko. Annars á ég fullt í fangi með að halda í við Ástu þannig að ég ætla ekki að vera yfirlýsingaglöð þegar óléttar ofurkonur eins og þið tvær eruð annars vegar!
SvaraEyðaLáttu vaða Sóla! Ég fæ þá alla vega að sjá á þér afturendann í smá stund, ekki svo oft sem ég sé þig nú til dags :)
SvaraEyða