Vaknaði ekki fyrr en rétt um níu í morgun og skreið fram í smá (mjög lítið pláss fyrir mat þessa dagana :) morgunmat áður en mamma kom til að líta eftir stelpunni okkar að venju, á meðan við spriklum sunnudags spriklið okkar.
Í dag ætlaði ég í Hreyfingu og hjóla aðeins en kom að lokuðum dyrum vegna Verslunarmannahelgarinnar. Venti mínu kvæði í kross, náði í sunddótið og lagði bílnum við Laugardalslaugina. Rölti 3 km hring í Laugardalnum og synti svo 500 m skrið á eftir til að mýkja mig. Hálftími í pottinum, mmmm... þvílík dásemd.
Kom við í bakaríinu á leiðinni heim og var valin vinsælasta mamman/eiginkonan fyrir vikið. Eftir hádegisbita og kaffilús skreið ég aftur inn í rúm og lagði mig í 2 tíma!
Í dag er ég komin nákvæmlega jafn langt og ég gekk með Lilju og allt með kyrrum kjörum í bumbunni. Ja ég get alla vega ekki kvartað yfir tímabilinu 'Beðið eftir barni' :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli