Fékk þetta komment í kommentakerfið hjá mér og í tilefni þess að nú er Íslandsmeistaramóti í Hálfum Járnkarli nýlokið fær það að birtast hérna hjá mér. Já og áður en ég sný mér að kommentinu langar mig til að segja hvað ég er ánægð með nýjan Íslandsmeistara karla (þekki ekki konuna :), frábær íþróttamaður (og maður) sem ég ber mikla virðingu fyrir.
Þetta komment kom á gamla færslu þar sem ég var að velta fyrir mér mun á IronMan keppnum og öðrum keppnum í sömu vegalengd. Þar vísa ég aftur í færsu og kommentakerfi ritarans en sú færsla hefur verið fjarlægð svo ekki er hægt að velta sér upp úr henni lengur.
En alla vega, fyrir mig þá, já mér finnst skipta máli að í sams konar keppni gildi sömu reglur til að þær séu sambærilegar. Þannig að, já ég ber meiri virðingu fyrir einhverjum sem hefur lokið/sigrað IronMan keppni algjörlega á eigin vegum (öll aðstoð frá utanaðkomandi eða öðrum keppendum ólögleg í IM) en einhverjum sem hefur lokið Challenge Copenhagen með aðstoð, t.d. þegar einn keppandi skiptir um dekk fyrir annan, en það er fullkomlega löglegt í CC.
Ég ber meiri virðingu fyrir þeim sem hefur lokið/sigrað maraþon án utanaðkomandi aðstoðar en þeim sem þiggur aðstoð umfram aðra keppendur, hvort sem um er að ræða auka drykkjarstöðvar, að láta taka vindinn fyrir sig eða alla malla að vera dreginn yfir marklínuna. Og já mér finnst líka flottara að hafa lokið/sigrað Laugaveginn án utanaðkomandi aðstoðar, hvort sem hún var umbeðin eður ei. Það sem ég er sérstaklega ánægð með er að það hefur orðið heilmikil vakning í því að vanda keppnishald og setja skýrar reglur hér á landi síðustu árin, t.d. er utanaðkomandi aðstoð nú ólögleg á Laugaveginum og það er vel.
En alla vega, fyrir mig þá, já mér finnst skipta máli að í sams konar keppni gildi sömu reglur til að þær séu sambærilegar. Þannig að, já ég ber meiri virðingu fyrir einhverjum sem hefur lokið/sigrað IronMan keppni algjörlega á eigin vegum (öll aðstoð frá utanaðkomandi eða öðrum keppendum ólögleg í IM) en einhverjum sem hefur lokið Challenge Copenhagen með aðstoð, t.d. þegar einn keppandi skiptir um dekk fyrir annan, en það er fullkomlega löglegt í CC.
Ég ber meiri virðingu fyrir þeim sem hefur lokið/sigrað maraþon án utanaðkomandi aðstoðar en þeim sem þiggur aðstoð umfram aðra keppendur, hvort sem um er að ræða auka drykkjarstöðvar, að láta taka vindinn fyrir sig eða alla malla að vera dreginn yfir marklínuna. Og já mér finnst líka flottara að hafa lokið/sigrað Laugaveginn án utanaðkomandi aðstoðar, hvort sem hún var umbeðin eður ei. Það sem ég er sérstaklega ánægð með er að það hefur orðið heilmikil vakning í því að vanda keppnishald og setja skýrar reglur hér á landi síðustu árin, t.d. er utanaðkomandi aðstoð nú ólögleg á Laugaveginum og það er vel.
Og að lokum, þá ég ber nánast enga virðingu fyrir þeim sem leyfa sér að henda fram rökleysu sem þessari og n.b. nafnlaust...: Ef þú ert ekki sammála mér, þá ertu snobbaður. En eins og oftast þá get ég séð það jákvæða við að fá svona sendingu. Ég er svo blessunarlega laus við að þurfa að umgangast mikið af njólum, satt að segja svo umkringd af jákvæðu, flottu, gagnrýnu, þenkjandi fólki sem dekkar mig dags daglega að ég verð bara hálf vandræðaleg og fer að flissa þegar ég kem of nálægt svona fólki:
Í rauninni er fáranlegt að fyrirtæki hafi fengið einkaleyfi á Ironman-nafninu. Ef e-ð fyrirtæki fengi eiknaleyfi á Marathon-nafninu... myndir þú þá frekar taka þátt í hlaupum þessa fyrirtækis? Maraþon-hlaup er maraþon-hlaup og Ironman-keppni er Ironman-keppni í augum langflestra, en auðvitað er til fólk sem er svo snobbað að það lítur öðruvísi á þetta. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli