5. júl. 2011

Barneignarfrí

Það er erfitt að eiga við bakverki á meðgöngu og ekki til í dæminu að taka bólgueyðandi lyf.  Ég er búin að vera í sjúkraþjálfun og niðurstaðan er sú að ég þarf að hætta að vinna og taka því rólega síðustu vikurnar.   Ég held áfram skjúkraþjálfuninni næstu vikurnar, nudd og nálastungur í boði Rúnars takk og svo er ég dugleg að synda.  Ég er rosalega ánægð með að vera skikkuð til að synda, því það er alltaf erfiðast fyrir mig að halda mér við efnið þar.  Ég hef verið að synda 1000m í hvert sinn og það gengur bara eins og í sögu.  Mér líður alltaf betur eftir sund og pott.  Ég er hætt í löngum göngutúrum, það var ekki að koma nógu vel út, stífnaði upp og var verri, en ég tek stuttar göngur nokkrum sinnum á dag.  

Annars er bara nóg að dútla við að undirbúa komu version 3.0.  Það er alveg hrikalega fyndið hvernig einhver hlutur eða mubla verður allt í einu fyrir manni og nauðsynlegt að losa sig við áður en nýr einstaklingur kemur á heimilið.  Veit að bónda mínum fer alveg að þykja nóg um, hann er bara glaður að ég sé ekki búin að selja rúmið okkar og fataskápana á Barnalandi á meðan hann er í vinnunni!   Það er reyndar orðið alveg svakalega fínt hjá okkur núna en frúin er með plön um að fara í gegnum geymsluna og rýma til þar áður en það verður slakað á í sumarfríinu sem byrjar í næstu viku hjá Þórólfi og Lilju.


Lilja ætlar þessa dagana að verða söngkona þegar hún verður stór.  Hérna var hún búin að dressa sig upp í gamla ballett dressið og hún var örugglega búin að syngja og greiða sér í korter þegar bróðir hennar læddist að henni og fór að taka upp.  Talandi um 'saved by the bell'.

2 ummæli:

  1. Frábært skot af Lilju þó stutt sé. Orðin svo stór. 1000m sund á dag bjargaði mér gjörsamlega þegar ég gekk með Katrínu mína. Gangi þér vel að synda og njótið ykkar nú í botn í sumarfríinu og vonum að bakið batni við hvíld og sund.

    SvaraEyða