Í dag er ég komin akkúrat 38 vikur og líður vel. Ég er að finna ótrúlegar framfarir eftir sjúkraþjálfun og sund undanfarinna vikna og nú er svo komið að bakið er ekki að há mér neitt dags daglega. Þá er nokkuð ljóst að þetta var brjósklosið sem var að angra mig, ef þetta hefði verið grindargliðnun þá hefði ég ekki lagast fyrr en eftir burð.
Ég syndi yfirleitt 1000 m í einu, 500 m á letidögum. Það er ekkert mál að drífa sig í sundið í þessari blíðu sem búin er að leika við okkur og frábær tilfinning að vera þyngdarlaus í smátíma núna þegar maður er verulega farin að finna fyrir bumbunni.
Afmælin hjá strákunum voru sérstaklega skemmtileg, við héldum kaffiboð á deginum hans Gabríels og hann var alsæll með flottar gjafir og félagsskapinn. Við enduðum svo daginn á því að fara á Hamborgarafabrikkuna þar sem Gabríel fékk að velja sér óskalag og var leystur út með risa afmælisís í tilefni dagsins. Þórólfur tók þessa mynd af okkur mæðginunum 13 árum eftir að ég puðaði honum í heiminn :)
Það var ekki síður skemmtilegt að halda upp á daginn hans Þórólfs. Ég var búin að fá hugmynd af gjöf handa honum fyrir löngu síðan. Hann hefur nefnilega ótrúlega gaman af öllu sem viðkemur stjörnum, stjörnuskoðun, sólgosum og ég veit ekki hvað. Datt þess vegna í hug að gefa honum flottan stjörnukíki og var búin að skoða á netinu, tala við stákana í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og googla heilmikið. Fann þennan flotta stjörnukíki sem leit út á mynd eins og hann væri svona 30 - 40 cm hár, krúttlegur á borði. Nokkrum dögum fyrir afmælið fórum við Gabríel svo í leiðangur að sækja gripinn og það er skemmst frá því að segja að myndirnar voru mjög villandi. Svei mér þá við vorum flissandi yfir þessu öllu saman alveg þangað til bóndinn fékk gjöfina afhenta og skildi ekkert hvað við hefðum verið að bralla!
Við gáfum honum líka iPod nano með útvarpi, gamli iPodinn hans fyrir löngu búin að syngja sitt síðasta og svo bauð ég liðinu mínu í hádegishlaðborð á Nítjándu, þar sem við fengum frábæran mat. Flott fyrir krakkana að geta slakað á í leikherberginu á meðan við hjónin gátum notið þess að borða í rólegheitum. Flottur dagur í safnið.
Njóttu síðustu daga meðgöngunnar Eva mín. Tel niður með þér.
SvaraEyðaErtu enn með bumbu, ljúfan mín? Hafðu það gott á lokasprettinum.
SvaraEyðaVala G.
Enn með þessa fínu bumbu og allt gengur vel. Er dugleg að hvíla mig fyrir átökin þessa síðustu daga :)
SvaraEyða