Það er svo mikið skemmtilegt að gera hjá okkur að ég næ ekki að koma því niður í blogg áður en eitthvað annað tekur við... Talandi um lúxusvandamál.
Gabríel kláraði körfuboltaæfingabúðirnar á föstudaginn og stóð sig heldur betur vel. Hann vann einn á móti einum keppnina á lokadeginum og fékk flottan verðlaunapening að launum. Hann vann líka flottan bol í spurningarkeppni (er í honum á myndinni) svo minn maður var heldur betur alsæll eftir vikuna.
Vinkona mín rakst á hann í dag og pabbi hennar smellti þessari mynd af honum:
Tengdapabbi og Þórólfur tóku sig til og máluðu borðstofuna í dag og planið er að mála stofuna á morgun. Þeir eru verri/betri en ég í hreiðurgerðinni!!! Ég er náttúrulega bara alsæl með þetta og passa mig að vera ekki fyrir. Skilst að forstofan sé svo næst á dagskrá... Ég dunda mér við að raða og endurraða í skápa og finna réttu staðina fyrir eldhúsdótið okkar. Já einmitt, skulda mynd af eldhúsinu:
Mamma kom og passaði fyrir okkur í morgun á meðan ég fór út að skokka og Þórólfur fór í Álafoss hlaupið. Þegar ég kom heim fann ég þær ömmgur inní rúmi hjá okkur að leika sér. Nb. mamma mín verður 75 ára í næstu viku og ég ætla að verða eins og hún þegar ég verð stór :)
Annars varð hún Lilja okkar veik í nótt, gubbaði og var með tæplega 39 stiga hita í dag. Hún var nógu slöpp til að vera ekki að pirra sig á því að vera inni í góða veðrinu, druslaðist um lystarlaus og ómöguleg en náði sér svo í góðan lúr í eftirmiðdaginn. Var nú aðeins hressari þegar leið á kvöldið en er sem betur fer komin í ró núna og vona að hún hristi þessa pest af sér í hvelli.
Að lokum, er ekkert smá ánægð með nýju sumarfötin frá Asics en í dag var aldeilis tækifæri til að prófa gallann. Gamla bara krúttleg í bleiku með bumbuna út í loftið. Er komin rúmar 32 vikur, tíminn flýgur og spenningurinn eykst:
Að lokum, er ekkert smá ánægð með nýju sumarfötin frá Asics en í dag var aldeilis tækifæri til að prófa gallann. Gamla bara krúttleg í bleiku með bumbuna út í loftið. Er komin rúmar 32 vikur, tíminn flýgur og spenningurinn eykst:
Töff mamma og töff eldhús! Hlakka til að fá kaffi í þessu nýja eldhúsi - helst með mömmu þinni ;-)
SvaraEyðaDíll :)
SvaraEyða