10. jún. 2011

Meðan fæturnir bera mig

Ég er svo ótrúlega stolt af vinum okkar sem eru að hlaupa í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Í gær fór ég í rafmangsbúð til að ná í tengla og dót fyrir nýja eldhúsið og á meðan ég beið eftir afgreiðslu kíkti ég á síðuna þeirra www.mfbm.is á tölvu sem var í afgreiðslunni.  Ég var með áhyggjur af veðrinu hjá þeim og vildi athuga hvernig gengi.  Eftir smá stund kemur maður aftan að mér og spyr hvernig þeim gengur.  Ég var hálf hissa að hann skyldi strax sjá hvaða síðu ég var að skoða, bara einhver svona rafvirkjagaur :þ.  Jú, jú mér sýnist þeim ganga vel, var að hafa áhyggjur af þeim, þetta eru vinir mínir.  Gaman að þú sért líka að fylgjast með...

'Þau eru að hlaupa fyrir dóttur mína' svaraði hann.  Hann sagði mér síðan frá því að 13 ára dóttir hans væri að berjast við beinkrabbamein og var nýkomin úr enn einni erfiðri aðgerðinni.  

Var ekki búin að gera mér grein fyrir hversu mörg líf og mörg hjörtu þau snerta.  Hafi ég verið stolt fyrir þá margfaldaðist það, plús kökkur og tár í augun.

1 ummæli:

  1. Kökkur og tár hjá okkur Signý þegar ég las þetta upphátt hér í bílnum. Takk elsku Eva.

    SvaraEyða