Við mamma mættum galvaskar í Kvennahlaupið í dag en Lilja var fjarri góðu gamni, fékk eyrnabólgu á föstudaginn og er að jafna sig, með smá hitavellu ennþá. Við fórum 5 km og skemmtum okkur konunglega. Eftir hlaupið bauð karlpeningurinn í fjölskyldunni upp á kaffi og meðí í nýja semi-eldhúsinu okkar. Erum komin með vask og uppþvottavél! Þvílík gleði og planið er að þetta klárist allt saman á þriðjudaginn, jibbííí...
Ég held svei mér þá að járnið sé farið að virka, er ekki eins OFBOÐSLEGA þreytt og fór meira segja líka í morgunskokk í morgun sem gekk eins og í sögu. Hljóp eins og engill (sem sagt rólega, fágað og yfirvegað :).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli