Það voru skólaslit hjá Gabríel í dag og hann fékk afhentar einkunnirnar sínar. Í þetta sinn var þetta sérstaklega spennandi fyrir okkur foreldrana, þar sem við tókum meðvitaða ákvörðun í ár um að leyfa honum að finna út sjálfum hversu mikinn undirbúning hann þurfti, komin tími til að sleppa aðeins...
Það var heldur betur glaður og stoltur strákur sem hringdi í sína nánustu í morgun og las upp:
Íslenska 8,5
Stafsetning 9,5
Kjörbækur 9,5
Stærðfræði 9
Danska 9,5
Enska 9,5
Náttúrufræði 9
Samfélagsfræði 8
Textíl 10
Smíði 9
Íþróttir 9,5
Sund 8
Þetta gerir tæplega 9,1 í meðaleinkunn! Við erum ótrúlega stolt af stráknum okkar og það er ekki spurning, við gerum okkur glaðan dag til að halda uppá þetta.
Gabríel er annars að byrja í viku æfingabúðum í körfubolta í dag, þannig að það er nóg fyrir stafni hjá honum í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli