Ferðin til Englands var í einu orði sagt frábær! Fengum konunglegar móttökur hjá Einsa bróður og Lindu mágkonu. Í bónus fengum við að kynnast henni Matthildi, barnabarninu þeirra. Tókum með okkur heim smekkfull hjörtu af góðum minningum!
Fórum í smá ferðalag um helgina. Fimmtugsfmælisboð hjá Þórdísi og Alla í bústaðnum þeirra þar sem við fengum dýrindis kjötsúpu og heimabakaða kanilsnúða. Frábært að hitta gamla vinnufélaga úr Hug sem ég hef ekki séð í háa herrans tíð. Draumabörnin eins og englar í bílnum ALLAN tímann :)
Komum við hjá stórvinum okkar á Sólheimum, Ella sprella bíflugnabónda og Guðrúnu Hörpunni minni. Þar var fyllt á tankinn með eðal skonsum og knúsum og þá gátum við haldið áfram í bústaðinn þar sem við gistum um nóttina. Alveg nauðsynlegt að draga fram spil í bústaðnum og nú er Lilja orðin nógu stór til að hafa gaman af Lúdó. Lilja endaði líka með því að vinna strákana!!!
Sexu, sexu, sexu... Svo gaman að spila Lúdó!
Við komum svo við á blómahátíðinni í Hveragerði og litla skvísan okkar sem er algjör blómálfur var svoooo glöð að eignast sitt eigið sólblóm. Þegar hún kom heim fór hún svo beint að þrífa herbergið sitt til þess að það væri nógu fínt fyrir blómið. Hún var smá stund að jafna sig á því að það þyrfti að vera úti en sættist á að hafa það á svölunum og hún fær alveg að sjá um að vökva sjálf!