11. apr. 2011

Innihelgi

Það var nú meira skítaveðrið um helgina.  Á laugardags morguninn fór ég í leikfimina mína eins og venjulega en ég var frekar slöpp og ónýt restina af deginum vegna svefnleysis.  Lá og dormaði á milli þess sem við tókum á móti iðnaðarmönnum og gestum (já, já bullandi hreiðurgerð komin í gang).  Við áttum miða á forsýningu á Húsmóðurina hjá Vesturporti um kvöldið og ég var ansi smeyk um að ég myndi dotta á sýningunni en ég hefði alveg getað látið þær áhyggjur eiga sig, hvergi dauður punktur í sýningunni og við skemmtum okkur konunglega.

Náði góðum hlaupatúr á sunnudagsmorguninn áður en veðrið varð brjálað og skellti mér svo í Body Balance tíma á eftir sem var rúsínan í pylsuendanum, elska þessa tíma.  Við tókum innipúkann á þetta og fórum á krakkadaga í Kringlunni til að viðra prinsessuna, hún var alsæl með það.  Íþróttaálfurinn, Solla Stirða, Wally trúður og svo andlitmálun í lokin, bara gaman.  Ég skuldaði krökkunum ísbúltúr frá því síðustu helgi og það var ekkert annað að gera en að standa við stóru orðin og það var frekar fyndið að sitja inní ísbúðinni sem venjulega er stöppuð af fólki, í bandbrjáluðu veðri og þekkja svo eina fólkið fyrir utan okkur á staðnum!

Svo gaman að hitta Sollu stirðu 
Lilja heilsar upp á Wally
Hún fékk líka að prófa hjólið hans
Fiðrildastelpa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli