7. apr. 2011

Hlaup á meðgöngu

Ég fæ endalaust komment á að ég sé að hlaupa á meðgöngunni.  Ertu ekki hætt að hlaupa?  Er þetta ekki stórhættulegt (jú, einmitt þess vegna hleyp ég, mér er náttla skítsama...  döhhh).

Las skemmtilega grein í Mogganum um hana Mörthu, með því að smella á myndina er hægt að stækka hana og lesa:


Og svo var smá klausa sérstaklega um hlaup á meðgöngu sem ég læt fylgja með:

Á norsku vefsíðunni trim.no eru gefin nokkur ráð um það í hvaða tilfellum sé réttast að leita aðstoðar þjálfara eða læknis varðandi hlaup á meðgöngu.


Meðal þeirra má nefna ef konan fær verki í brjóstin eða ef hún verður vör við óreglulegan eða óvenju öran hjartslátt. Eins ef vart verður við blæðingu og ef konan finnur fyrir miklum maga- eða samdráttarverkjum. Svimi og mikill höfuðverkur eða óvenjulegir verkir sem þú finnur vanalega ekki fyrir geta einnig verið til marks um að einhverju þurfi að kippa í liðinn. Mikilvægast er þó að fylgjast vel með sjálfum sér og gleyma ekki að hlusta á líkamann.


Ég var svo lánsöm að geta hlaupið nánast alla meðgönguna með hana Lilju mína og leið alveg svakalega vel.  Ég stytti og hægði á mér eftir því sem ég var komin lengra á leið og það gerðist alveg sjálfkrafa.  Síðasta hlaupið mitt var ca. viku áður en ég átti (mjög rólegt 3 km hlaup) og svo var ég komin af stað aftur 3 vikum eftir burð (rólegt 4 km hlaup).  Þessar vikur sem ég var ekki að hlaupa fór ég nánast daglega út að labba til að fá súrefnisskammtinn minn og hreyfingargleðina og ég hélt áfram að synda.  Það er skemmst frá því að segja að ég átti 6 dögum fyrir settan dag, fæðingin gekk eins og í sögu, en ég var heilar 7 mínútur á fæðingardeildinni áður en ég átti hana Lilju mína og var komin heim hálfum sólarhring síðar.  


Ég var ekki farin að hlaupa þegar ég átti hann Gabríel minn, en sú fæðing var aðeins öðruvísi.  Ég var 25 kg þyngri, hreyðfði mig ekkert á meðgöngunni og á þessum tíma má segja að matarvenjur mínar voru vægast sagt crap.  Ég fór af stað rúmum 3 vikum fyrir tímann, missti vatnið sólarhring áður en guttinn lét sjá sig, hann fæddist með vot lungu og þurfti að fara beint í hitakassa í nokkra daga.  Ég var ekki fyrr komin með hann í hendurnar þegar hann greindist með gulu og þurfti að fara í ljós í nokkra daga.  Sem betur fer var þetta nú bara smotterí sem hafði engin langvarandi áhrif og Gabríel hefur alltaf verið sérstaklega hraustur.


En það er engin spurning hvorn kostinn ég vel í dag.

3 ummæli:

  1. Nákvæmlega, þegar ég gekk með tvo eldri strákana mína þá þyngdist ég alltof mikið, hreyfði mig ekkert og át það sem mig langaði í. Þegar ég var ófrísk af stelpunni var ég mun skynsamari og núna síðast hljóp ég þar til ég var komin 34 vikur og fór svo í göngutúra upp á fjöll daglega alveg þar til ég átti. Hafði alltaf gengið 42 vikur en núna átti ég 3 dögum fyrir settan dag og hef aldrei verið eins fljót að jafna mig þrátt fyrir að vera 14 árum eldri en í fyrsta skiptið.
    Gangi þér vel með rest, bestu kveðjur að vestan
    Gugga Rós

    SvaraEyða
  2. Takk Gugga Rós, gaman að heyra þína sögu líka :)

    SvaraEyða
  3. Já engin spurning! Hlauptu Eva, hlauptu!
    Kv. Sigga Júlla

    SvaraEyða