Hjá mínum manni er Bolludagurinn mesta hátíð ársins, ja kannski fyrir utan jólin. Hann bakar alltaf vatnsdeigsbollur eftir gamalli uppskrift frá mömmu sinni og yfirleit tvo frekar en einn skammt. Fyrsta porsjón var bökuð í gær og nú var hann að taka aðra umferð úr ofninum. Afi Þór og amma Gerd eru komin í bollukaffi og allir fá að skreyta sínar bollur og hafa þetta eins og þeir vilja.
Ég var reyndar heppin að taka ekki af mér putta áðan. Notaði töfrasprotann til að hakka frosin jarðaber til að blanda saman við þeytta rjómann og ætli ég kenni ekki óléttu þoku um, ég fór sem sagt með fingurinn í spaðann til að hreisna úr honum, án þess að taka úr sambandi, með hinn fingurinn ennþá á túrbó takkanum og já, mér tókst að ýta óvart á hann í leiðinni!!! Betur fór en á horfðist, puttinn hangir á en ég fékk tvo stóra skurði á hann. Bóndinn setti stóra plástur á bágtið og ég held að það dugi, er alla vega ekki að nenna að fara á slysó í þessu skítaveðri og bíða þar hálfan daginn. -Döhhhh...
Gabríel tekur forskot á sæluna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli