'I have created a monster...'. Nei, langt í frá en nú er lífið hjá okkur þannig að ef það er opið í Bláfjöllum þá eru allar líkur á að tveir eða fleiri fjölskyldumeðlimir séu þar. Kom við heima eftir vinnu í gær til að ná í leikfimisfötin mín þá beið guttinn í startholunum, 'Eigum við ekki að fara á skíði, það er opið!'. Þá er ekkert annað að gera en að skipta um gír, græja sig í gallann og ég var ekki lengi að tala Þórólf til að koma með okkur. Lilja var í heimsókn hjá ömmu og við vorum ekkert að hrófla við henni svona stuttu eftir veikindin.
Ég þarf aðeins að finna út úr galla málum á mig, er hætt að geta hneppt skíðabuxunum og næst ætla ég að passa að fara í úlpu niður fyrir rass :þ . Skvísuúlpan sem ég hef notað hingað til er ekki alveg vindheld, sem er ekki alveg að gera sig þegar farið er að dimma og kólna... Ég er líka í smá vandræðum með puttana á mér en þegar ég náði í Lilju í gær var mamma búin að grafa upp gömlu skíðalúffurnar mínar, hlakka til að prófa þær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli