Mikið er dásamlegt að geta lifað aðeins í gegnum ungana sína! Eitt af því sem ég hefði gjarnan viljað er að hafa lært að synda skriðsund þegar ég var lítil, hafa þetta bara í kroppnum. En þannig var það bara ekki, þegar ég var í skólasundi var bara lögð áhersla á bringusund. Gabríel var heilmikið í ungbarnasundi og er fínn sundmaður og Lilja hefur líka farið á nokkur námskeið. Um daginn var ég að skoða heimasíðuna hjá Ægi (nú syndi ég með Ægi þríþraut) og rak þá augun í sundskóla hjá þeim, fyrir 4 - 6 ára. Við skráðum Lilju og hún fór í fyrsta tímann sinn núna á fimmtudaginn. Þetta er öðruvísi en barnasundið sem við höfum verið í þar sem foreldrarnir eru með krökkunum ofaní, hérna fylgir maður þeim að bakkanum í innilauginni og svo bless á meðan þangað til tíminn er búinn. Tímarnir eru tvisvar í viku og við Þórólfur notum tímann til að synda á meðan í útilauginni. Lilja var alveg alsæl með þetta, algjör snilld.
Gabríel er í keppnisferð á Akureyri og Þórólfur fór að stússast með pabba sínum í eftirmiðdagninn þannig að við mæðgurnar skelltum okkur í bíó á Múmínálfana. Eftir bíó fórum við í bæinn á kaffihús sem mig hefur lengi langað að kíkja á, Fjallkonubakaríið. Frábær staður til að fara með krakka, risastórt leiksvæði og engar áhyggjur að krakkarnir hverfi eða fari sér að voða. Þórólfur kom og hitti okkur stelpurnar þar og við vorum örugglega í tvo tíma að spjalla og hafa það huggulegt á meðan Lilja lék sér við hina krakkana.
Fyrsta bumbumyndataka í dag, komin 15 vikur. Ég var eiginlega hálf hissa að sjá myndina því ég var farin að halda að ég væri komin með risastóra bumbu. Lilja er mjög dugleg að segja öllum sem heyra vilja að mamma hennar sé orðin ótrúlega feit og með risastór brjóst af því að það er barn í maganum á henni... Helst vill hún sýna sem flestum líka og finnst frekar dónalegt af mér að malda í móinn á kassanum í Bónus þegar hún er að reyna að fletta upp um mig! Nú hallast ég að því að þetta sé meira svona óskhyggja hjá skottinu. Ég er nú samt farin að finna vel fyrir kúlunni og er búin að þyngjast um tæplega 3 kg, sem er bara alveg eftir bókinni.
Sætasta "bumban" í bænum.
SvaraEyðaJahérna hér! Til hamingju með þetta alltsaman....maður má ekki bregða sér af bæ og þá eru komnar fullt af færslum og fullt af fréttum.
SvaraEyðaTIL HAMINGJU - ALGJÖRLEGA SAMMÁLA, FLOTTASTA BUMBAN Í BÆNUM!!
Kv. Sigga Júlla í Norge
Döööö...þetta er ekki bumba! Ætlarðu að verða eins og Ásta með allt of sterka magavöðva þannig að barnið fer bara nánast út um bakið í staðinn? Nú hreyfir þú þig ekki meira og alls engar magaæfingar. Þú veist líka að maður minnkar um hálfan sentimetra við hverja 20 kílómetra sem maður hleypur. Það gæti komið táfýla af hárinu á þér áður en yfir lýkur. Eða að þú endar sem hola. Djók. Þú ert geðveikt flott og ég hlakka til að sjá stærri bumbu.
SvaraEyðaHAHAHA Sóla :) Nei stefnan er að bæta tímann frá síðustu fæðingu, n.b. 7 mínútur... NOT! Ég er búin að pakka mér í bómull, hleyp bara þegar ég er í stuði og gott veður úti, fer í kerlingaleikfimina mína og syndi með hausinn upp úr vatninu. Muwahahahaha... Annar er ég að vonast til að ég nái Ástu sixpack í eitt Esju hlaup, samt ekki fyrr en ég er komin svona 8 1/2 til þess að þetta verði nú soldið krefjandi!
SvaraEyða