Prófaði nýtt í dag, fór í Tabata tíma í bítið. Þetta var alveg eitthvað fyrir mig, hörku keyrsla og styrktaræfingar sem maður er ekki nógu duglegur að gera sjálfur. Skemmti mér konunglega og mæti örugglega aftur. Ætla nú samt að taka góðan hlaupatúr í fyrramálið áður en ég breytist í algjöran aumingja og innipúka :)
Við fórum í brunch hjá hlaupahópnum okkar í dag, frábært að hitta hópinn og nei nei... ekkert mikið samviskubit yfir að hafa ekki hlaupið þessa 30 km sem voru á dagskrá í morgun. Naut þess alveg jafn vel að borða eðal súpu með nýbökuðu brauði og í desert var alveg frábær döðlukaka með karamellusósu og rjóma. Eins gott að það er laugardagur.
Ég datt í hagsýnu húsmóðurina fyrir nokkru og keypti kjúklingavængi á tilboði í Krónunni. Í dag googlaði ég svo eftir hugmyndum um eldamennskuna og fann akkúrat það sem ég var að leita að: Svamlandi kjúklingavængir í hnetusósu! Google er náttúrulega bara snilld :)
Velkomin í tabata hópinn elsku Eva mín :)
SvaraEyðaTakk, takk, Sóla sæta. Hugsaði nú til þín þegar ég ákvað að prófa :)
SvaraEyða