Sérstaklega góður dagur í dag, svei mér þá. Við hjónin sváfum út (barnlaus) og skriðum fram úr rétt fyrir tíu. Þá skelltum við okkur í hlaupagallann og ákváðum að fara styttra en lengra :). Með ferskt loft í lungunum og gleði í hjartanu fórum við að sækja litlu prinsessuna til ömmu og afa í Norðurbrún, tókum með okkur bakkelsi og buðum okkur í brunch.
Mett og sæl héldum við í Smáralindina en ég átti þangað erindi með skó sem ég hafði keypt fyrir jólin. Ég hafði farið einu sinni í þá og ætlaði að nota þá í útskriftarveislunum sem við fórum í um helgina. Þegar ég kippi þeim fram úr skápnum þá sé ég að verðmiðinn er ennþá undir öðrum skónum og fer að skoða þá betur, sé þá að það vantar hælplötuna undir hinn! Ég hefði nú alla jafna farið bara til skósmiðs en fja... hafi það, ég var búin að nota þá einu sinni... Fór með þá í búðina og var vel tekið, buðu aðra skó eða viðgerð og ég valdi seinni kostinn enda alsæl með þá. Flott hjá þeim í Bata.
Endurheimtum hann Gabríel okkar úr körfuboltaferð en hann var í Stykkishólmi alla helgina að spila með 8. flokki (eldri strákum, hann er í 7. flokki) í Íslandsmeistaramótinu. Hvernig gekk? Rosalega vel en við töpuðum öllum. Var alveg glöð inn að hjartarótum að það geti verið svoleiðis. Hefur greinilega verið rosalega skemmtilegt hjá strákunum og það skiptir öllu máli.
Kíktum á hann afa Þór sem er búin að standa í ströngu. Hann fór í stóra skurðaðgerð á fimmtudaginn en hann var með ósæðargúlp sem þurfti að fjarlægja. Hann var nú bara ansi brattur, aðgerðin gekk framar vonum og hann er komin af gjörgæslu.
Nú voru allir orðnir frekar lúnir og þá er ekkert betra en að skella sér í sund, taka nokkrar ferðir í stóru rennibrautinni og slaka svo á í pottinum. Heim í boozt og spínatpizzur, skottið komið í ból og Gabríel lærir fyrir morgundaginn. Allt gott í heiminum, eins gott að taka eftir því og þakka.
Samgleðst ykkur svo að hafa farið í suuuuuuund! Sakna sundmenningarinnar hér í Noregslandinu en það er víst ekki hægt að fá allt ;)
SvaraEyðaKv. Sigga Júlla
Já við erum ótrúlega heppin að hafa allar þessar sundlaugar. Drattaðist meira að segja á sundæfingu kl. 6 í morgun í fyrsta sinn síðan um miðjan desember, alveg frábært að byrja daginn svona.
SvaraEyða