21. jan. 2011

Södd á Ofviðri

Í tilefni þess að ég á stórafmæli á árinu, þá gaf VÍS mér tvo miða á Ofviðrið.  Við hjónin skelltum okkur í leikhúsið á þriðjudaginn og ávkáðum að fá okkur smá snarl á Tapas barnum áður.  Við höfðum fengið tvo fyrir einn með Mogganum um daginn og vorum þess vegna þvílíkt að græða!  

Við vorum svona frekar sein í því en samt komin eitthvað um 18:30 á staðinn.  Það kom í ljós að tilboðið gilti bara fyrir ákveðna matseðla og við vorum alveg til í það, pöntuðum Óvissuferð, sem hjómaði voða spennandi.  Og svo byrjað maturinn að koma...  Fyrst voru það fjórir réttir, allt mjög gott og við vorum eiginlega sammála um að við værum vel mett eftir það.  Nei, þá kom næsti réttur, stór kjötréttur og við bara dæstum, nörtuðum aðeins og nú var líka að styttast í sýningu.  'Hvað eru margir rétti eftir?'  Þrír!  'Getum við fengið þá alla í einu og helst í gær....'.  Úff endaði með að við nörtuðum á harðakani í tvo aðra rétti og grétum afgangana.  Fengum svo súkkulaðikökuna sem var í desest með okkur heim.  Nú voru 20 mínútur í sýningu og eins gott að vera í góðu formi, hlupum út í bíl, brunuðum í leikhúsið og komum skransandi inn svona 5 mínútur í sýningu með mat út um eyrun.  Ekki alveg samkvæmt plani.   Svo fyndið að eftir á skildum við ekkert í því að við hefðum ekki bara pantað sitt hvorn smáréttinn eins og við ætluðum í upphafi, en þá var maður bara orðin fastur í hugsuninni um að nota tilboðsmiðann :).

Sýningin var með því flottara sem ég hef séð í leikhúsi, sviðsmynd og búningar alveg ótrúlega glæsileg.  Leikararnir stóðu sig vel og mér fannst gaman að þekkja söguna, las hana í Enskunni í HÍ í gamla daga.  Frábært date kvöld hjá okkur hjónum en ég var ekki orðin svöng fyrr en í kaffinu daginn eftir, ég meina það.  Nú er planið að endurtaka leikinn á Tapas (ekki alveg strax samt), helst með góðum vinum (anyone?) og gefa okkur svona tvo til þrjá tíma í ævintýrið!

p.s. Í janúrartiltektargleðinni fór ég hamförum í tiltekt á stillingum í Facebook en ég var ekkert búin að skoða þessa fídusa áður.  Ekki fór betur en svo að í staðinn fyrir að eyða út einhverjum vinalistum sem ég var að breyta þá sýnist mér ég hafa eytt út einhverjum tugum FB vina...  Ég er ekki búin að hafa tíma í að rannsaka hvaða einstaklingar lentu í ruslinu hjá mér en mun við tækifæri senda vinabeiðnir aftur.  Ef þið takið eftir að þið eruð dottin út (eða ég þá hjá ykkur) þá endilega sparið mér rannsóknarvinnu og sendið á mig vinabeiðni  :)

2 ummæli:

  1. Elska tapas barinn :) Takk fyrir í kvöld - hefði bara mátt vera lengra.

    SvaraEyða
  2. Já takk sömuleiðis! Þá er bara málið að plana double date á Tapas og þá getum við blaðrað í marga klukkutíma :)

    SvaraEyða