31. jan. 2011

Lok, lok og læs

Jæja nú er komið að breytingum enn eina ferðina hjá mér.  Ég ætla að loka blogginu mínu fyrir almenning en mun halda áfram að blaðra fyrir mig og mína.  Þetta er nefnilega ágætis leið fyrir mig til að sortera dagana, leggja á minnið það sem skiptir máli og losa mig við það sem pirrar mig.

Ég hef áður lokað blogginu mínu en það var allt annars eðlis, þá lenti ég í persónulegum hremmingum og læddist í skjól eins og sært dýr.  Staða mín gæti ekki verið meira fjarri þeim veruleika í dag og þessi vetur hefur verið mjög góður fyrir mig.  Ótrúlega spennandi tímar framundan,  framtíðin björt og falleg.  Það er allt annað að taka svona ákvörðun meðvitað og í rólegheitum.  Ég ætla að hafa lykilorð á blogginu mínu og fyrir þá sem ég þekki er nóg að senda mér beiðni, en þekki ég þig ekki þá vil ég fá að vita aðeins meira um þig áður en ég hleypi þér inn.  Kannski fæ ég að vita eitthvað um allt þetta fólk sem nennir að kíkja á síðuna mína, alls staðar að úr heiminum, það væri gaman.  Svona leit t.d. síðasta vika út og ég skil ekkert í þessu...:


Að öðru.  Fyrirlestra tímabilið er hafið hjá mér og það gerir mér gott og ég hef gaman af.  Það er nefnilega þannig að ég tek alla vega jafn mikið með mér heim og þeir sem hlusta, maður rifjar upp og endurstillir sig.  Það koma alltaf skorpur í upphafi árs og á haustin, svipað og í líkamsræktarstöðvarnar.  Fólk þarf smá spark í rassinn og hvatningu til að koma sér af stað.  Nú erum við tvö í teymi, ég og Vignir járnkarl, það er miklu skemmtilegra og við erum að fá fína umsögn.  En alla vega, sjáumst næst hinu megin og þið hin, bless, bless og takk fyrir mig :)

4 ummæli:

  1. Hvað meinarðu? Ætlarðu að missa af öllum japönsku heimsóknunum??? Og er þér alveg sama um vesalings Georgíu-búana? Ég las einhvers staðar að það er brjáluð heilsu-vakning í Georgíu, þökk sé blogginu þínu ;-)
    Elska þig - og geri ráð fyrir lykilorðasendingu í tölvupósti!
    Knús,
    vinkona þín

    SvaraEyða
  2. Ég er bara nýbyrjuð að fylgjast með blogginu þínu, hélt þú hefðir hætt þarna eftir þessar leiðindaumræður. Myndi gjarna vilja fylgjast með áfram. Netfangið er fridakjartans@gmail.com Ég er sjálf með blogg sem ég hef haft læst í nokkur ár núna, en gef öllum aðgang sem vilja. Ég bara vil vita hverjir hafa aðgang. Ég skrifa bara töluvert oft, og mikið um hlaup. Já, ég get kannski sagt nánari deili á mér í tölvupósti, ég bara fann ekkert netfang hjá þér til að senda póst á

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir þetta, gaman að heyra. Sendi þér lykilorð ekki spurning :)

    SvaraEyða