Ég var ánægð með bakþankana í Fréttablaðinu í dag. Mér blöskrar nefnilega líka ómálefnaleg umræða um málefni staðgöngumæðra. Ég get alveg séð báðar hliðar málsins án þess að reyna mikið á mig og sýnt hvoru tveggja skilning á einhvern hátt.
Það veit sá sem allt veit að ég skil ósköp vel að maður er tilbúin að gera ýmislegt til að eignast barn og jafnvel ganga í gegnum hitt og þetta. Ég sé fyrir mér að undir ákveðnum kringumstæðum gæti ég hugsað mér að ganga með barn fyrir einhvern sem mér þætti óendanlega vænt um. Ekki það að ég sé neinn draumakandídat... :) Eins gæti ég séð fyrir mér hversu ótrúlega stór gjöf það er að fá gera eitthvað þessu líkt fyrir einhvern sem maður elskar.
En ég get líka séð heilmikla samsvörun í því að selja notkun á líkama sínum (og jafnvel eggjum) við annars konar sölu á líkamanum í öðrum tilgangi. Það að ganga með barn er allt of persónuleg reynsla fyrir mig alla vega, til þess að ég gæti hugsað mér að gera það fyrir peninga og einhvern sem ég þekki ekki, frekar en annars konar sala á líkama mínum. Staðreyndin að staðgöngumæðra iðnaðurinn er í Indlandi en ekki á Íslandi er enginn ráðgáta. Konur sem hafa val og tækifæri í lífinu á við okkur eru ekki að velja sér þetta 'starf', þannig er það nú bara. Og þá má alla vega huga að því hvort verið sé að nýta sér neyð annarra, velta því fyrir sér. Setja sig í þau spor o.s.frv.
Þetta er alla vega alls ekkert einfalt og dónalegar úthrópanir um persónu þess sem hefur skoðanir með eða á móti eru til háborinnar skammar.
Fullkomlega sammála.
SvaraEyðaAlgjörlega sammála.
SvaraEyðaSæl Eva
SvaraEyðaAlveg sammála þér, finnst mjög skrítið hvað það tók langan tíma fyrir fjölmiðla að setja þetta í víðara samhengi.
Kv. Ása Guðný (Hjólari)
Æ hvað ég er glöð að heyra, enda allt konur sem ég tek mark á og lít upp til :)
SvaraEyða