Þurfti á öllum mínum sjálfsaga að halda í gærkvöldi til að drullast á fyrstu sundæfinguna í margar vikur. Einhvern veginn datt ég úr rythmanum mínum í byrjun desember og að heyra gnauðið í vindinum er ekki að hjálpa til, brrr... Það síðasta sem mig langar til að gera á svona vetrarkvöldum er að vera skjálfandi í blautum sundbol á bakkanum.
En alla vega þá var nóg komið í gær og það var ekki um annað að ræða en duga. Ég lagði af stað með það í huga að synda ca. 1000 m og svo ætlaði ég bara að læðast upp úr, byrja rólega. Eftir 200 m var ég sprungin, fór allt of hratt af stað og var móð og másandi. Drillurnar sem ég get venjulega gert án nokkurra vandræða voru allt í einu algjört púl og það var ekki beint hægt að nota orðið 'sprettir' yfir það sem ég var að gera þarna á tímabili. En svo þegar ég nálgaðist þúsundið þá fór ég að finna mig í lauginni, öndunin komst í lag, fór að renna betur og ná góðri spyrnu. Tek 200 í viðbót og svo kannski næstu 300, er nú farin að nálgast 2000 m best að klára það og fara svo...
Endaði með að klára alla æfinguna og hún gerði samtals 2800 m, var ekki lítið ánægð með mig og leið betur með hverri ferðinni. Enn einu sinni þarf maður að læra að það er alltaf ótrúlega gaman þegar maður er komin af stað!
ánægð með þig;)
SvaraEyðakv. Sigga Júlla