Fyrsta æfingin okkar í langan tíma á mánudaginn. Ég var fullviss um að ég myndi ekki halda í við hópinn í upphitun og þorði ekki annað en að taka með mér iPod og byrjaði á að afsaka mig í bak og fyrir. Kom í ljós að ég var bara í fínu standi og blés varla úr nös. Ég læt samt allar sprettæfingar eiga sig í 4 vikur í viðbót, ég ætla að byrja á að koma mér í rútínu að hlaupa 5-6 sinnum í viku áður en ég tek á því af einhverju viti.
Við erum búin að eiga frábær jól fyrir utan smá pestarsnert. Gabríel var slappur í maganum í fyrradag og nú er hann komin með smá hita og hósta. Lilja vaknaði með rautt auga af kvefi í gær, er með hósta en annars hitalaus og nokkuð brött. Þórólfur er líka búin að vera með smá í hálsinum en sleppur með því að dæla í sig c vítamíni og Panodil hot. Ég hef eiginlega sloppið best, var aðeins tæp í gær en náði mér á strik. Það versta var eiginlega að ég hnerraði án þess að koma mér í læsta stöðu og þarf að borga fyrir það með eymslum í baki í tvo daga :( Eins gott að ég sé ekki með ofnæmi fyrir einhverju!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli