21. des. 2010

Jólaskap

Svei mér þá, nú finn ég jólaskapið læðast aftan að mér og ofan í hálsmálið...  Byrjaði daginn á að taka á móti ungri stúlku sem ætlar að taka jólahreingerninguna í ár fyrir okkur.  Ó, hvílík gleði, finnst það eiginlega allra besta jólagjöfin í ár.

Við Gabríel fórum í smá jólagjafaleiðangur í gær og svo fóru strákarnir og náðu í jólatré handa okkur.  Ég fór út að skokka í hádeginu og tók þá eftir öllum jólaljósunum, svo kalt og fallegt.  Í dag fékk ég líka jólagjöfina frá vinnunni og allt þetta jóla, jóla... gerði það að verkum að ég skipti um skoðun og útbjó jólakort í hvelli (ætlaði bara að sleppa því í ár) og nú er ég búin að græja það allt saman.  Það verða sem sagt send út jólakort í ár en ég lofa ekki að þau komi fyrir jól.  Það er örugglega bara betra, kortið fær þá extra mikla athygli og týnist ekki í fjöldanum :)

Jingle bells, jingle bells, duhduhrudduhduhhh...

2 ummæli: