Þetta var óhefðbundið í ár hjá okkur. Eftir að hafa afskrifað hlaupið vegna hlaupaleysis og aumingjaskapar, þá skiptum við um skoðun seint í gærkvöldi, við kunnum ekkert að vera ekki með. Fyrst við gátum ekki platað Gabríel með okkur til að við færum okkur ekki um of þá var brugðið á það ráð að dressa sig upp í búninga. Ég á klappstýrubúning frá USA og í morgun brunaði ég í Hókus pókus og náði mér í hárkollu, ljósa lokka til að fullkomna look-ið. Þórólfur fékk lánaðan rosalega flottan Prins polo galla í vinnunni og var leystur út með kassa af Prins polo-i til að gefa í hlaupinu.
Við störtuðum aftarlega og Þórólfur var duglegur að gefa krökkunum á hliðarlínunni sem voru að hvetja, starfsmönnum hlaupsins og meira að segja löggan fékk Prins polo. Við höfðum sett okkur strangar reglum um að gefa engum hlaupurum á meðan hlaupinu stóð og eiga þannig á hættu að vera dæmd úr leik fyrir ólöglega aðstoð muwahahaha... Þegar við vorum komin niður fyrstu brekkuna, með öllum súkkulaðistoppunum vorum við öftust :) Thíhí mjög fyndin tilfinning að sjá alla strolluna fyrir framan sig, við byrjuðum að skokka og allt hlaupið vorum við að taka fram úr fólki. Ég hef aldrei hitt eins marga á hlaupum, ótrúlega gaman, eins gott að maður venjist þessu ekki um of.
Við komum í mark á rúmum 52 mínútum og þá voru 3 lítil Prins eftir í kassanum góða. Margir félagar okkar voru að gera frábæra hluti og bæta sig, gaman. Ég var smá tapsár að vinna ekki búningakeppnina (get over it!). Á heimleiðinni stoppuðum við eins og venjulega í Öskjuhlíðinni og keyptum flugelda, ég ennþá í fullum skrúða og vakti óskipta athygli (bætti alveg fyrir tapið).
Framundan góðar stundir með fjölskyldunni og gourmet veisla ársins að venju hjá Röggu svilkonu. Getur ekki verið betra!
Við tókum saman árangur í keppnum 2010 um daginn og sendum styrktaraðilum okkar samantektina og þakkir fyrir stuðninginn. Það þýðir að ég á þetta allt saman í röð og reglu. Það sem stendur upp úr eftir árið íþróttalega séð er sigur í Vesturgötunni sem ég hljóp í fyrsta sinn alla leið, pb í 5 km hlaupi í ágúst 19:34 og svo var mjög gaman að vinna Haustþonið og fara undir 1:30 þrátt fyrir brjósklos en ég vissi náttúrulega ekkert af því þá. Ég er líka alsæl með framfarir í skriðsundinu en ég get eiginlega þakkað brjósklosinu það, ég hefði aldrei gefið mér tíma í allar þessar sundæfingar hefði ég getað hlaupið.
Ég tók líka þátt í fullt af skemmtilegum hjólakeppnum og náði einni ágætis þríþraut. Skrítnasta reynslan var að fá heiftarlega sinaskeiðabólgu í kjölfar landskeppninnar í götuhjólum, algjörlega handlama í fleiri vikur og þurfti þar af leiðandi að sleppa hálfa járnkarlinum, pínu súrt. En annars ágætis ár, fullt fullt af skemmtilegu og krefjandi atburðum. Það er hægt að stækka skjalið með því að smella á það:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli