Miklu merkilegri en fyrsti í aðventu :) Það er eins og hlaupa-genið og blogg-genið sé samtengt hjá mér, ef ég hleyp minna, blogga ég minna. Rétt rúmar þrjár vikur síðan ég fór á sprettæfinguna örlagaríku og þurfti að skríða heim nánast. Í dag skokkaði ég hálftímann, það er algjör hefð þegar ég er að koma mér í gang af því það er fyrsta leiðin sem ég hljóp (þ.e. hluta af henni) þegar ég byrjaði að hlaupa í gamla daga.
Það var líka tilvalið að nota tímann til að senda fallegar hugsanir til hennar Bibbu minnar sem á afmæli í dag en það var einmitt hún sem hvatti mig til að byrja að hlaupa. Allt of langt síðan ég hef hitt hana Bibbu mína :(
Ég var að spá í að koma við í höllinni að kíkja á félagana á 'alvöru' æfingu en hætti við og er þakklát fyrir það eftir á, það var ekki rétti dagurinn fyrir mig að mæta. Ég reikna nú samt með því að byrja í næstu viku og miðað við hversu vel mér líður á hlaupunum, þá hef ég engar áhyggjur af framhaldinu, ég á eftir að koma mér í topp form áður en langt um líður. Og já, já ég er ofur skynsöm.
Við vorum svo glöð að eignast litlu skvísuna okkar á sínum tíma og þegar ég segi skvísa þá meina ég Skvísa með stóru essi!
Vouge...
Ég er búin að prjóna heilmikið í hlaupapásunni og
hér er Liljan heimaprjónuð frá toppi til læra.
Krakkarnir komust í kistuna með gömlu búningunum
hans Gabríels um daginn, muwahahaha...
Að lokum smá tungumálakennsla en Lilja talar heilmikla ensku, spjallar eins og vindurinn við pabba hans Gabríel í Ameríku á Skype-inu og svona Hún er líka alveg ófeimin við að spreyta sig á pólsku upp í risi en uppáhalds erlenda tungumálið er án nokkurs vafa...danska!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli