Ég dáist að fólki sem fylgir sinni sannfæringu, það er eitthvað svo hreint og gott við það. Ég fæ alveg fiðrildi í magann af gleði. Skiptir ekki máli hvort það samræmist minni sannfæringu eða ekki.
Ég hef lengi litið upp til Bjössa Margeirs., bæði fyrir það að hann er einn flottasti íþróttamaðurinn sem ég þekki, en ekki síður fyrir það hvernig manneskja hann er. Í rökræðum á netinu um hin ýmsu mál tengdum íþróttinni okkar þá finnst mér skína í gegn rökhyggja, heiðarleiki og sjálfsgagrýni þar sem það á við. Hann er samkvæmur sjálfum sér. Það er ekki öllum gefið.
Ég heyrði af úrsögn hans úr FH á hlaupaæfingu í gærkvöldi. Við vildum öll fá hann í okkar lið. Ég skoðaði fréttirnar í DV í dag. Ég renndi yfir kommentin. Fékk aðeins í magann. Hugsaði til fjölskyldunnar.
Áfram Bjössi, við erum stolt af þér.
Alveg sammála þér Eva, Bjössi er flottur :)
SvaraEyðaKv. Sigga Júlla