Ég er ein af þeim sem fá frunsur öðru hvoru. Það eru reyndar margir, margir, mánuðir síðan síðast en í gærkvöldi fékk ég tvær í einu! Það sem mér finnst svo merkilegt er hvað andleg og líkamleg heilsa eru samtengd og ég get nákvæmlega sagt til um það hvað triggeraði það að þessi vírus blossaði upp með þessu offorsi í líkamanum mínum. Við hjónin upplifðum persónulegt áfall á miðvikudaginn (reyndar ekkert sem við getum ekki unnið úr og erum á góðri leið með það n.b.) og voilá í gærkvöldi fékk ég slátt í varirnar. En skítt með það, þetta tekur nokkra daga og svo er það búið.
Í gær endurskipulögðum við þvottahúsið með tilliti til breyttra bakaðstæðna og með hjálp pabba græjuðum við borð undir þvottavélina og þurrkarann, þannig að nú er ekkert því til fyrirstöðu að ég leggi mitt af mökum í þvottamálum, jeiii.... Nei, í alvöru talað þá skil ég ekkert í af hverju við erum ekki löngu búin að gera þetta, nóg pláss og allt annað að þurfa ekki að bogra við að setja í vélina, algjör snilld.
Menningamálaráðherrann (Þórólfur :) á heimilinum fór hamförum í síðasta mánuði og er búin að skipuleggja þvílíkt mikið skemmtilegt fyrir okkur. Í kvöld er það Fjölskyldan í Borgarleikhúsinu og það er eins gott að ég sé orðin svona góð í bakinu, skilst að þetta sé maraþon sýning!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli