19. des. 2010

Eins og talað...

Mér fannst eins og ég hefði fengið fyrstu jólagjöfina mína í ár, þegar ég rakst á smá umsögn  í Fréttatímanum, um ljóðasafn sem verið er að gefa út um jólin.

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.

Höfundur: Árni Grétar Finnsson

Verð eilíflega þakklát fyrir að einhver hafi getað komið þessum mikilvægu skilaboðum, sem ég hef haft að leiðaljósi í mínu lífi síðustu árin, í svona flottan búning.  Cool.

1 ummæli: