Það er fátt sem gleður hjarta gamals business analysta eins og góð statistikk! Ég var að krúttast eitthvað á blogginu mínu um daginn, þ.e. í uppsetningunni og fann þá mér til mikillar gleði síðu tileinkaða statistikk á blogginu mínu. Ég get skoðað hit frá upphafi, síðasta mánuð (n.b. ég fæ 6 - 7 þúsunund hit að jafnaði, á mánuði!), viku eða hvað það eru margir að skoða síðuna núna. Ég get séð hvernig þeir tengjast síðunni minni og það sem mér fannst allra skemmtilegast, hvaðan mínir lesendur koma. Ég átti ekki krónu með gati þegar ég sá að ég á heilan helling af lesendum í Japan! Veit samt ekki alveg hvað mér finnst um þetta. Hugsa málið.
Hér er yfirlit yfir síðustu viku:
Og svo var ég að detta inn á þennan pistil hjá henni Karen Axelsdóttur, gæti ekki verið meira sammála.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli