Hann Gabríel okkar hefur alltaf verið mjög hagsýnn og með mikla verðvitund. Þegar hann var lítill, þá var afi Þór stundum alveg steinhissa þegar okkar maður sagði honum, að nei nei hann þyrfti ekkert nýtt dót, hann ætti nóg af þessu eða hinu. Ég man varla eftir að hann hafi tuðað eða sníkt föt eða annað. Hann viðrar alveg sínar skoðanir, segir kannski 'Þetta er flott peysa...' eða eitthvað svoleiðis en honum finnst einhvern veginn að það sé ekkert sjálfsagt að fá dót eða föt nema að það sé eitthvað sérstakt tilefni.
Nú er hann að verða meiri og meiri unglingur og hann hefur alveg rosalega mikinn áhuga á fötum og tísku. Hann tilkynnti okkur t.d. að hann langaði bara í mjúka pakka í jólagjöf. En hann er alveg búin að sjá að hann á ekki eftir að fá allt sem hann langar í og um daginn spurði hann hvort hann gæti farið að bera út blöð eða eitthvað. Hann þarf að vera orðin 13 ára til þess svo ég bauð honum í staðinn að hann mætti taka við af pössunarpíunni okkar og fá aur fyrir að passa Lilju ef hann vildi. (N.b. það er ein pössun innifalin í viku, það er bara að taka þátt í skyldum fjölskyldunnar eins og að fara út með ruslið og búa um :)
'Ætlið þið ekkert út í kvöld???'. Nei... við ætlum bara að vera heima og slaka á. 'Hva, getið þig ekki farið í smá göngutúr eða eitthvað...?' Thí, hí, það er annað hvort í ökkla eða eyra.
Gabríel búin að svæfa Lilju :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli