Við Lilja áttum erindi í Holtagarða í gær og þegar við komum inn í andyrið þá kemur Sigga Klingenberg svífandi niður rúllustigann í svakalegu gulu dressi og með meters háan hatt á höfðinu. Lilju var alveg dolfallinn yfir þessari sýn og sagði svo hátt og skýrt og með aðdáun í röddinni, 'Vá mamma, sjáðu hvað konan er rosalega flott!'
Sigga heyrði í henni og kom rakleitt til okkar, stakk hendinni inn að brjóstinu á sér og dró fram óskastein, glansandi fínan og gaf henni Lilju. Ég vissi ekki hvert hún ætlaði af gleði, hún kreisti hendina um steininn og lokaði augunum og óskaði sér.
Við fórum svo að versla og allt í einu segir Lilja við mig, 'Mamma, við verðum að kaupa hundamat'. Nú af hverju? 'Ég óskaði mér að eignast pínulítinn hund.' :)
Meira krúttið :) Knús til hennar.
SvaraEyðaTakk fyrir síðast og takk fyrir hekluppljóstrunina í gær. Skil ekki af hverju ég var ekki búin að fatta þetta. Fannst þetta alltaf svo skrítið en gerði samt ekkert í því. Nú er ég búin að rekja upp og gera aftur. Uppskriftin er mun skiljanlegri núna. Hef því miður ekki rekist á vettlinginn þinn enn..
Takk fyrir okkur!!! Þetta var algjörlega frábært hjá ykkur, við skemmtum okkur konunglega og vá hvað maturinn var frábær. Það verður erfitt að toppa þetta en við erum ekki keppnisfólk fyrir ekki neitt, spennandi að sjá hvað gerist á næsta ári... Svo er nú alveg spurning um að reyna að ná einum saumó fyrir jól.
SvaraEyða