Við Gabríel fórum saman í bíó í gær og sáum myndina Óróa. Flott mynd sem fjallar um fullt af þeim hlutum sem unglingar þurfa að takast á við. Ég kannaðist við allt úr myndinni en vona að mín börn þurfi ekki endilega að taka allan pakkann... en ef svo er þá er bara lykilatriði að reyna að undibúa þessi kríli manns eins vel og maður getur, búa til traustan grunn.
Það mætti halda að ég væri með tvo unglinga á heimilinu, hún Lilja mín er svo mikil dama og spáir heilmikið í að vera fín og skvísuleg. Hún er svoleiðis með taktana (ekki frá mér!) þegar hún sveiflar hárinu til og frá, greiðir sér endalaust fyrir framan spegilinn, elskar að fá lánað glingur og það eru jólin ef hún kemst í snyrtidótið mitt.
Um daginn kom hún til mín með titrandi vör og tilkynnti mér þau hörmulegu tíðindi að hún ætti ENGA hælaskó með tilheyrandi dramatískum tilburðum...
Mamma má ég líka fá gloss? Gat eiginlega ekki sagt nei, þó svo hún væri að fara að sofa bráðum, þar sem við Gabríel vorum að stinga af í bíó. Jú, jú ekkert mál. 'En mamma, þú verðu að setja varablýantinn fyrst!!!'. Díhhh...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli