Ég held að hluti af því að höndla hamingjuna sé að vera með góða aðlögunarhæfni. Núna síðustu vikuna þá hef ég fengið þvílíkt mikið af fallegum kveðjum frá fólki sem þykir vænt um mig og hefur áhyggjur af mér. Sérstaklega áhyggjur af geðheilsunni yfir því að ég geti ekki hlaupið. Það er svo skrýtið að eins og mér finnst gaman að hlaupa og það er stór hluti af lífinu mínu yfirleitt þá er það algjörlega á hreinu að lífsgleði mín felst ekki í því að hlaupa. Úff ég get ekki ímyndað mér hvað það væri hræðilegt að setja svoleiðs hömlur á gleðina, það er nánast gefið að á einhverjum tíma dettur maður út í meiðslum eða af öðrum ástæðum. Lífsgleði mín felst í að njóta þess að gera það sem ég get gert hverju sinni eins vel og ég get.
Ég get sko alveg viðurkennt að ég var voða leið á sunnudaginn var, en þá get ég varla labbað, var ómöguleg í hvaða stellingu sem er og langaði ekki að vera nálægt nokkrum manni. En um leið og það leið hjá þá bara finn ég ekki fyrir neinu þunglyndi, alls ekki. Ég er ekkert einu sinni að reyna að vera Pollýanna, mér finnst í alvöru bara gaman að snúa mér að einhverju öðru í bili. Sjúkraþjálfarinn minn er mjög ánægður með framfarirnar milli heimsókna og segir að það sé þrennt sem er að hjálpa mér sérstaklega til að ná skjótum bata. Í fysta lagi hugarfarið, í öðru lagi að ég sé ekki of þung og í þriðja lagi hversu góðu formi ég er í. Allt þetta er að hjálpa mér og hann gerir ráði fyrir að ég geti farið að skokka um mánaðarmótin. Það er bara frábært. Ég á sennilega alltaf eftir að þurfa að passa mig á að vera ekki að bogra eða lyfta þungu en að öðru leyti ætti þetta brjósklos ekki að há mér neitt sérstaklega í framtíðinni.
Fyrirsögnina sá ég á bol hjá kennaranum mínum á alveg frábæru námskeiði sem ég var á í lok vikunnar í tengslum við Agilis ráðstefnuna. Sennilega besta námskeið sem ég hef farið á 'Innovation Games®' og einn af þessum kennurum sem maður þakkar fyrir að fá að hitta á lífsleiðinni. Eitt sem ég tók með mér var að einhver kom með spurningu um hvernig hægt væri að 'motivera' einhvern annan til að gera eitthvað. Það er ekki hægt, sagði kennarinn. Motivation comes from within, it's an internal drive, not external. You can ignite it, if it's present within a person, but you can't force motivation on someone. It's just not possible. It's one of the basic things you learn in psychology. That's why you can't choose a sport for your kid. You can let them try different things to figure out what they like, that's all.
Frábært þetta með "motivation"-ina. Mér er það alveg ljóst eftir öll lífsstílsviðtölin sem ég hef tekið síðustu ár. Algjör frelsun þegar ég gerði mér grein fyrir því að það er eingöngu hægt að "kveikja" á henni en ekki koma henni inn í kollinn á öðrum.
SvaraEyðaGott að bakið mjakast í rétta átt. Sjáumst á prjónum mjöööög brátt.
Já nákvæmlega! Hlakka svo mikið til :)
SvaraEyða