Vil Lilja störtuðum helginni samkvæmt plani með fimleikum á laugardagsmorgun. Ég tók með mér prjónana og sat á hliðarlínunni og horfði á. Lilja fékk fyrirtaks lexíu í að hlýða kennurum í balletskólanum en þá voru foreldrarnir lokaðir úti, máttu ekkert vera að skipta sér af. Í fimleikunum aftur á móti eru foreldrarnir út um allt!!! Það er mjög fróðlegt að fylgjast með frústreruðum foreldrum elta börnin sín út um allan sal, hóta þeim og biðja til skiptis um að gera það sem kennarinn segir... 'Ef þú ferð ekki aftur í röðina fer ég með þig heim!'. Já einmitt...
Við fórum í Kringluna á kaffihús eftir fimleika og í leiðinni fjárfestum við í Disney matreiðslubókinni og þvílík kostakaup. Krakkarnir elska þessa bók og það gera afarnir líka. Pabbi sem hefur tvisvar sinnum á ævinni eldað, þar af í annað skiptið með mikilli hjálp mömmu... var alveg heillaður og sá alveg fyrir sér að hann gæti eldað eftir þessum uppskriftum. Afi Þór var líka mjög áhugasamur.
Gabríel stóð sig vel í körfunni á Akranesi. Þeir fengu einn leik gefins, töpuðu einum og unnu síðasta leikinn. Alltaf gott að enda á sigri og hann er alltaf jafn áhugasamur í körfunni. Á meðan við stelpurnar biðum eftir að fá strákana okkar heim skelltum við okkur í sund í Mosfellsbæ. Þegar ég var að borga mig inn sagði Lilja við afgreiðslukonuna: Pabbi minn segir að ég megi ekki fara í stóru appelsínugulu rennibrautina... en mamma mín leyfir mér það alveg sko!'. Öhhh... Eftir annasaman dag enduðum við á Grillhúsinu og fengum þar bæði góðan mat og fína þjónustu. Höfum ekki farið þangað áður en eigum örugglega eftir að endurtaka það einhvern daginn.
Eftir helgarhlaup á sunnudagsmorgun í brunakulda, inn í Elliðaárdal og öfugan Powerade hring notuðum við daginn í að þrífa, baka, halda kaffiboð og fara í sundferð í Laugardalinn svo eitthvað sé nefnt. Við demdum okkur líka í Disney uppskriftirnar og prófuðum að gera döðlukonfekt, kókoskúlur og í kvöldmat útbjuggum við innbakaðar pylsur sem vöktu gríðarlega lukku hjá restinni (þ.e. hinum í fjölskyldunni, ég hef ekki borðað pylsur í mörg ár :). Litla skottan okkar var alveg búin á því eftir ævintýri helgarinnar og var ekki lengi að sofna.
Eina sem klikkaði var að hún Charlotte Böving var eitthvað hálf slöpp í gær og treysti sér bara í eina sýningu fyrir vikið. Við frestuðum því leikhúsferðinni okkar um tvær vikur, en það passar reyndar bara fínt því þá eigum við 7 ára brúðkaupsafmæli og tilvalið að halda uppá það í leiðinni.
Very nice picture, and your blog as a whole is nice to watch and read. I like your blog very much. Come take a look Teuvo images www.ttvehkalahti.blogspot.com blog and tell all your friends why you should visit Teuvo Photos blog, because that may be your country's flag to rise higher in my blog .. September Sincerely, Teuvo Vehkalahti Suomi Finland
SvaraEyða