Nú er svo mikið að gera, bæði í vinnu og í fjölskyldustússi að maður verður að passa að stoppa öðru hvoru, draga andann djúpt og ná áttum.
Síðustu daga höfum við afrekað að fara á jólahlaðborð á Hilton, fara jólaball á Nasa undir stjórn Páls Óskars, baka meiri piparkökur, fara í bæinn og fylgjast með þegar jólaljósin voru tendruð á Austurvelli, koma við í heildsölu og kaupa smá í jólapakkana, finna fram einhver jólaljós og koma á sinn stað og í gærkvöld fórum við loksins að sjá hana Charlotte Böving í Iðnó. Vorum alsæl með sýninguna, virkilega notaleg stund hjá okkur hjónum.
Framundan eru piparkökuskreytingar með bekknum hans Gabríels, jólaföndur í leikskólanum hjá Lilju, baka fyrir kökubasar og sitt hvað fleira.
Sem sagt, lífið er dásamlegt og já, ég er miklu betri í bakinu!
Já þetta eru aldeilis busy dagar. Mjög mikilvægt að staldra við og njóta.
SvaraEyðaÞið eruð svo dugleg að fara eitthvað svona saman tvö. Við hjónin eru að drukkna í félagslífi og einu "date-in" saman tvö eru í hlaupaformi.
Haldið áfram að njóta desembermánaðar.
Pottþétt og svo dett ég inn á æfingar aftur í næstu viku. Er orðin þrælgóð í bakinu og fór fyrsta skokktúrinn í dag, ekkert mál ;)
SvaraEyða