Fyrir rúmri viku síðan var ég búin að blása af allar keppnir fram að áramótum, mér var illt í bakinu og ómöguleg. Síðan þá er ég búin að taka þátt í tveimur keppnum og er að spá í tvær til viðbótar um helgina!!! Ekki í lagi með mann. Breytingin er samt sú að einhvers staðar í lok sumars þá týndi ég keppnisgleðinni, sennilega að setja of mikla pressu á mig en núna er þetta bara gaman og ég tek eina keppni í einu, skoða hvernig mér líður með að taka þátt og ef ég fæ gleði tilfinningu þá læt ég vaða. Annars geri ég bara eitthvað annað sem mér finnst gaman.
Við hjónin erum í byrjun uppbyggingartímabils í hlaupunum núna og erum að taka erfiðar styrktaræfingar með hópnum okkar. Hörku erfiðir sprettir á mánudaginn og þrek/sprettæfing á miðvikudag. Skv. honum Þorláki þjálfara þá eigum við ekki að hvíla fyrir Powerade, heldur taka þau sem tempóæfingu vikunnar hverju sinni. Það er alveg frábært finnst mér, tekur af manni alla pressu og maður er afslappaður og fínn á línunni.
Hlaupið í gær var alveg frábært fyrir mig. Fór rólega af stað, tók góðan millikafla og hélt svo fínum dampi, alveg án þess að sprengja mig síðustu 2-3 km. Ég þarf að fara varlega í brekkunum á meðan ég er að jafna mig alveg í bakinu og notaði tækifærið til að hugsa um stílinn, öndunina og taktinn hjá mér. Ég var ekki með klukku og var hoppandi glöð með tímann, 42:07 en það er mínútu betri tími en í Geðhlaupinu. Held að þetta sé besta byrjunin mín í Powerade og þetta veit á góðan vetur. Gaman.
Verð að setja inn þessa mynda af www.hlaup.is frá Geðhlaupinu.
Þvílíkt fagn, það mætti halda að ég hefði verið að vinna Ólympíuleikana!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli