Frábær helgi að baki þar sem áherslan var sett á mömmu hlutverkið samkvæmt nýja planinu mínu! Fann að mig langaði meira að sinna ungunum en að keppa í hlaupum/tvíþraut og ég valdi vel.
Gabríel tók þátt í fyrsta körfuboltamótinu sínu, þvílíkt gaman hjá honum. Hann var að keppa einn flokk upp fyrir sig og stóð sig með prýði. Þjálfarinn var mjög ánægður með hann, sagði að hann væri bæði snöggur og sterkur og ef hann stækkar eins og hann á ættir til þá gæti hann náð fínum árangri í íþróttinni. Það er mjög fyndið að sjá stærðarmuninn á strákunum á þessum aldri, 12 - 14 ára, Gabríel hefði geta staðið inní sumum þeirra! Næstu helgi er svo fyrsta mótið hjá honum þar sem hann keppir við sína jafnaldra.
Culver númer 34
Lilja er alveg sjúk í að fara í útilegu eða uppí sveit þessa dagana. Hún suðar um að fara í sveitina á hverjum degi og ef það gengur ekki hvort hún megi þá ekki sofa í tjaldi út í garði... 'Mamma en mér verður ekkert kalt! Mamma þú mátt líka sofa í tjaldinu! (jeiii), Mamma gerðu það...". Í gær tók hún til sinna ráða og fór í útilegu í herberginu sínu :)
Gaman að sjá Lilju í "útilegunni". Þessa stundina er Katrín mín á dýnu inni í mínu herbergi í "innilegu" eins og hún kallar.
SvaraEyðaTil lukku með fyrsta körufboltamótið. Hlakka til þegar við verðum öskrandi mömmur í stúkunni á leikjum í framtíðinni hjá körfuboltaguttunum okkar.
Fæddur skáti! Hlakka til að fara með henni á skátamót eftir örfá ár ;-)
SvaraEyðaAlma: Á eftir að selja Lilju þessa innilegu hugmynd, snilld. Við verðum nú ósköp spakar á hliðarlínunni enda vottar ekki fyrir keppnisskapi hjá okkur kellunum :/ Það verður alla vega gaman, ekki spurning!
SvaraEyðaGHB: Já fyrir utan sveitaferðir og útilegur er hún sjúk í að komast í fjallgöngur, greinilega fæddur skáti :)