Sumir dagar eru bara þannig að allt gengur upp. Ég er var alveg pollróleg fyrir þetta hlaup, er bara rétt að komast á skrið eftir bak vesenið mitt og væntingarnar eftir því. Ég var með eitt markmið fyrir daginn og það var að hlaupa þannig að það væri gaman. Ég er ekki búin að gleyma vorþoninu þar sem ég fór of hratt af stað, ætlaði mér of mikið miðað við form og sprakk svona líka svakalega með tilheyrandi leiðindum.
Ég ákvað að hlaupa þetta klukkulaus og fór mjög rólega af stað. Var nú samt nokkuð fljót að sigla fram úr nokkrum konum og eftir km sá ég að ég væri sennilega 2. kona í hlaupinu. Keppnisskapið er aldrei langt undan og ég ákvað að sjá hvort ég gæti ekki sigið hægt og örugglega í áttina að 1. konu. Eftir 5-6 km náði ég hennu. Ég reyndi að missa hana ekki frá mér aftur og þó svo ég hafi dregist nokkrum sinnum aftur úr, næstu 10 km gat ég einhvern veginn alltaf lokað bilinu á milli okkar aftur.
Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að ef ég næði að hanga þangað til 5 km væru eftir þá myndi ég taka af skarið og reyna að stinga af. Það tókst og við síðustu drykkjarstöðina tók ég sprettinn. Náði Gutta og Trausta sem var að pace-a 1:30 og nú var bara að bíta á jaxlinn og halda út. Kom sjálfri mér gjörsamlega á óvart með þvi að, annars vegar vinna hlaupið og ekki síður að hlaupa þetta á 1:29:45 sem er rétt við PB. Þórólfur og krakkarnir voru á hliðarlínunni á Ægissíðunni að hvetja mig og svo tóku þau á móti mér í markinu.
Sibba, Eva, Lilja og Margrét.
Allar stelpurnar í Asics liðinu á palli í dag!
Afi og amma í Norðurbrún voru búin að lofa krökkunum að gista hjá sér í kvöld, engin sérstök ástæða. Hvað er aftur sagt..., þegar kötturinn sefur fara mýsnar á stjá. Alla vega þá ákváðum við hjónin að gera okkur kvöldmun. Pöntuðum okkur mat frá Austulandahraðlestinni, náðum okkur í rósavín og nú er bóndinn nýkomin úr sturtu og að gera sig sætan. Við gömlu hjónin erum nefnilega á leiðinni í bæinn á tjúttið, toppiði það!!!
P.s. Ég fór á vinnufund hjá Dale Carnegie á fimmtudagsmorguninn. Ég tók eitt og annað með mér þaðan en það mikilvægasta fyrir mig var vídeó sem sýnir þjálfara sem er að stappa stálinu í liðið sitt fyrir úrslitaleik. Ég drekk í mig svona hvatningu og í dag var mantran mín 'I am a champion'. Hér er vídeó-ið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli