9. okt. 2010

Geðhlaup og Viðey

Frábær dagur að baki og okkur tókst gera órúlega mikið og skemmtilegt.  Við Lilja byrjuðum daginn á fimleikum, henni finnst svoooo gaman, það er alveg frábært að fylgjast með henni blómstra þarna.  Afi Þór kom og sótti krakkana í hádeginu og bauð þeim á búlluna og tók þau með sér í heimsókn til ömmu Kollý en hún er á spítalanum núna. 

Þórólfur var ákveðinn í að vera með í Geðhlaupinu en ég var tvístígandi fram á síðustu stundu, ákvað svo að vera með til að styrkja gott málefni og taka þetta sem tempó æfingu.  Veðrið var alveg frábært en ég hafði dúðað mig full mikið út af kvefinu, var í þykkri svartri síðerma peysu og var ekki með neitt aukadót með mér.  Það var alveg steikjandi hiti og sól á ráslínu og mínútu fyrir start ákvað ég að rífa mig úr peysunni til þess að kafna ekki og hlaupa bara á toppnum!   Þetta er n.b. í fyrsta skipti sem ég hleyp bara á topp og það í október, nýstiginn upp úr pest...  Eftir 500 m dró fyrir sólu og mér var ekki alveg að lítast á þetta en sem betur fer varð mér ekkert kalt á leiðinni.  Mjög góð leið til að æfta magavöðvana, hljóp alveg teinrétt svo bumban (haust aukakílóið) færi ekki yfir strenginn þegar Torfi var að taka myndir.  Er búin að semja við hann um að paintshoppa sixpack á mig ef þess þarf!  Hlaupið var frábært, var klukkulaus og tók þetta bara á gleðinni, var með í huga að halda ca. hálf maraþon pace.  Endaði á rétt um 43 mínútum, alsæl með það og ekki verra að vera fyrsta kona í mark.  Þórólfur varð þriðji og við vorum leyst út með blómum, geisladiskum, usb lykli og viðurkenningarskjali.  Það er alltaf svo kósí að vera með í svona smærri hlaupum, þeir sem standa að þeim þykir svo svakalega vænt um það. 
Gömlu hjónin sátt með Geðhlaupið
Eftir snurfuss og búðarferð renndum við í heimsókn til Ástu systur og gátum losað okkur við annan blómvöndin þar, áður en við brunuðum heim og græjuðum okkur fyrir Viðeyjarferð.  Gabríel ákvað að vera heima með vini sínum en Lilja var til í tuskið.  Ótrúlega skemmtileg ferð og svo sannarlega ógleymanlegt kvöld hjá okkur.  Þakka bónda mínum þessa frábæru hugmynd.
Í bátnum á leiðinni í Viðey
Geðveikt gaman!
Lilja tók þessa mynd af mömmu og pabba!

Friðarsúlan

Lilja fann stafinn sinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli