1. okt. 2010

Fjölskylduhrúga

 
Aðeins að taka til í Picasa og fann þessa mynd frá 2007 sem minnti mig á hvað ég hlakka til að eyða tíma með fjölskyldunni minni um helgina. 
Náði langþráðu markmiði í gærkvöldi.  Ég lærði að synda skriðsund fyrir tæpum fimm árum hjá honum Mads, sem var þá þjálfari ÞríR.  Ó hvað það var erfitt og ég veit ekki hversu oft ég hugsaði með mér að þetta væri nú ekkert fyrir mig, hæfileikar mínir lægju greinilega annars staðar.  Mads var endalaust að kalla mig upp á bakka, nei ekki svona, aðeins meira svona, vertu bein, hendurnar svona... og ég niðurlút eins og skömmustulegur krakki.  En á endanum komst ég í gegnum erfiðasta hjallan og náði þeim áfanga að geta synt eins lengi og mig langaði, bara ekkert svakalega hratt...
Einn daginn sagði Mads við mig að þegar ég gæti synt 100 m skrið á innan við 1:50, þá myndi hann hlaupa 10 km.  Korteri seinna var ég orðin ólétt af henni Lilju, fór að vinna í Rússlandi og sundið datt meira og minna upp fyrir hjá mér næstu árin.  Alla vega komst ég aldrei undir 1:50. 
Nú er ég búin að synda reglulega í mánuð og það er allt annað að byggja ofan á góðan grunn en að byrja frá grunni...  Þrjár æfingar í viku og í gærkvöldi fór ég í fyrsta sinn undir 1:50.  Það voru tveir 100 m sprettir í prógramminu, þann fyrri fór ég á 1:44 og seinni á 1:43.  Jibbííí!
Búin að senda Mads skilaboð á Facebook :)
Posted by Picasa

4 ummæli:

  1. Þú ert ofurkvendi.

    u no hoo

    SvaraEyða
  2. Þetta var nú bara ég

    Einsi

    SvaraEyða
  3. Ég veit það elsku bróðir minn, ég var bara að stríða :) Frábærar fréttir annars og smá secret fílíngur í leiðinni. Í dag kom strákur til okkar sem heitir Einar, hann er með honum Gabríel í skóla. Hann og vinur hans sáu hlaupahjólið hans Gabríels (er spes, keypt í USA og merkt undir) fyrir utan Þróttheima og þeir vissu að því hafði verið stolið úr skólanum. Þvílík gleði hjá mínum manni og okkur fannst öllum sniðugt að það hafi verið 'Einar'sem á endanum reddaði honum hlaupahjólinu aftur! Love you :)

    SvaraEyða