Ja ef einhver hefð sagt mér í gamla daga að ég ætti eftir að synda fjórsund þá hefði ég nú bara hlegið að þeim. Það er nú samt raunin! Á sundæfingunni í gær synti ég 3 * 100 m fjórsund en þá byrjar maður á flugsundi, skiptir yfir í bak skrið, svo er það bringusundið og að lokum skrið. Fyrir tveimur mánuðum hafði ég aldrei synt bak skrið, né flugsund og nú finnst mér bæði gaman.
Hlakka mikið til helgarinnar sem er rétt handan við hornið, fullt prógramm eins og venjulega og verulega fjölskyldumiðað. Fimleikar í fyrramálið með skottunni minni og það er eiginlega komin hefð á kaffihúsaferð á eftir hjá okkur stelpunum. Gabríel er að fara að keppa í körfubolta á Akranesi á laugardaginn og pabbi hans ætlar að vera honum til halds og traust, hvetja okkar mann til dáða. Lilja hefur ekki úthald í svona marga tíma í íþróttahúsi svo við mæðgur finnum okkur eitthvað til dundurs á meðan.
Á sunnudaginn ætlum við hjónin að kíkja á Charlotte Böving í Iðnó, Þetta er lífið... om lidt er kaffen klar og ég hlakka svo mikið til. Mér finnst hún stór skemmtileg, virkar bæði einlæg og raunsæ.
Ég hlakka líka til að komast í prjónana mína. Eignaðist nýja lopablaðið í síðustu viku og nú er ég búin að prjóna/hekla flotta húfu og ætla að gera grifflur og vettlinga í stíl. Ég er oft með einhver stór verkefni í gangi, peysur og svoleiðis, þannig að það er svo gaman að gera eitthvað sem tekur bara eina til tvær kvöldstundir. Set inn myndir við tækifæri.
Fínt að fara inn í helgina með þakklæti og gleði í sálinni. Sá þetta frábæra myndband á Youtube í gær, Everything's Amazing, Nobody's Happy, got to love it!
Ég keypti lopablaðið og er búin með svona hekl/prjón húfu og einn vettling. Dökkblátt með svörtu skrauti. Svaka flott.
SvaraEyðaNjótið helgarinnar kæra fjölskylda. Við ætlum líka að gera það :)
Mín er grá með bleiku skrauti og hálfur vettlingur búin. Ég ætla svo að gera húfu og vettlinga fyrir Lilju í öfugum litum. Svakalega erum við annars í synch-i!
SvaraEyðaTakk og sömuleiðis, við pössum vel upp á hvert annað og njótum þess að vera til :)