Fengum að sofa út og leyfðum okkur það aldrei þessu vant eftir tjúttið okkar. Áttum frábært kvöld í miðbæ Reykjavíkur í gær, röltum á milli pöbba og enduðum svo á Austur en þar var þvílík stemmning. Dönsuðum fram á rauða nótt (n.b. það er klukkan tvö hjá okkur) en þá vorum við búin að fá nóg og það var notalegt að hoppa beint upp í leigubíl og heim. Mamma og pabbi buðu í brunch í dag og eftir mat drifum við okkur upp á Esju, hele familien.
Lilja er búin að suða um Esjuferð í fleiri vikur, alveg síðan ég fór um daginn, en það hefur einhvern veginn aldrei passað. Hún var búin að plata pabba sinn til að kaupa fyrir sig nestisbox og brúsa fyrir Esjuferð og allt. Í dag var bæði frábært veður og engin önnur plön. Við dúðuðum okkur, pökkuðum niður nesti og lögðum í hann. Allir þurftu að labba sjálfir í þetta sinn og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. Fórum upp fyrir litlu brúnna og langleiðina upp steintöppurnar áður en við snérum niður aftur. Við stoppuðum oft á leiðinni til að henda steinum í ánna eða skoða eitthvað. Við sáum bílinn hans Orra bróður á bílastæðinu áður en við fórum upp og vourm svo heppin að hitta á hann og kærustuna hans á niðurleið. Það gerði ferðina enn skemmtilegri.
Vorum frekar dösuð og svöng eftir langa útiveru og settum slaufu á ferðalagið með ísbíltúr í Garðabæ enda búin að vinna vel fyrir því, nammi namm. Nokkrar myndir úr ferðinni:
Gabríel upp á hól
Allir í röð
Við fundum flott klakalistaverk á leiðinni
Sææællll.... frekar fyndið. Tungan er alveg eins og lítið hjarta þarna í miðjunni :)
Ríkasta kona í heimi!
Þarna snérum við við við við...
Jólakortamyndin komin?
p.s. það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli