14. sep. 2010

Fréttirnar

Auðvitað fæ ég hnút í magann þegar ég heyri fréttirnar af ofbeldi tengdu kynþáttahatri.  Úff, ég hef svo sem verið í sporum þolanda í denn, það þótti nú ekki par fínt að maður átti svartan kærasta, fékk þokkaleg að heyra það frá fólki mér nær og fjær...  

Svo upplifi ég sennilega útlendinga- og kynþátta fordóma (já og jafnvel hatur) í kringum mig sterkar vegna þess að ég á svartan son og pólska 'fóstur' fjölskyldu.

Það er fullorðna fólkið sem leggur línurnar í þessum efnum.  Krakkarnir, þó svo þeir hafi fjörugt ímyndunarafl hafa ekki nægilegt ímyndunarafl til að leggja fæð á einhvern annan vegna litarháttar eða upprunalands.  Eða þannig upplifi ég það alla vega.  Sonur minn kom heim úr skólanum 7-8 ára gamall og sagði mér ljótan Pólverja brandara.  Það var í fyrsta og síðasta sinn sem hann gerði það.  Þetta er ekki flókið.

Ég veit vel hverjir það eru sem voru beittir ofbeldi í þetta sinn, þó svo ég þekki þá ekki persónulega.  Hef séð þá milljón sinnum á frjálíþróttaæfingum.  Stærri hnútur þess vegna.  Og svo rifjar maður upp svona atvik...

Ég fæ líka hnút í magann þegar ég heyri fólk tala um Kastljósið í gær og viðtölin við trans gender einstaklingana.  Þeir standa mér líka nærri og það krullast upp á tærnar á mér þegar fólk byrjar á kaffistofunni.  Gagnvart þeim vitleysingum, sem eru uppfullir af favisku og sleggjudómum hef ég nánast enga þolinmæði.  Jú, jú, pínu...  En ég þarf virkilega að beita mig hörðu að fara ekki í árásargírinn og leita einhvers staðar djúpt í sálinni að skilningi á fáfræðinni og fyrirgefningu í framhaldinu.  En nota bene, aldrei samþykki. 

En ojjj... hvað það er ógeðslega erfitt.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli