Nokkru fyrir Reykjavíkur Maraþon var haft samband við mig frá samtökum sem kalla sig Drekaslóð og ég beðin um að safna áheitum fyrir þau. Ég kynnti mér málið og ákvað í framhaldinu að gera það sem ég gæti til að hjálpa þeim af stað og sé ekki eftir því.
Í dag voru samtökin formlega stofnuð og mér var boðið á opnunina í Borgartúni 3. Kaffi, kökur og knús á boðstólnum. Fyrir utan að fá að hitta Drekana sem bjóða uppá aðstoð við þá sem verða fyrir hvers konar ofbeldi og aðstandendur þeirra, þá fékk ég líka að hitta og spjalla við Gerði Kristnýju og óska henni til hamingju með sína sigra og svo borgarstjórann okkar, hann Jón Gnarr. Mér fannst hann líta sérstaklega vel út, var ekkert nikótínfúll, bara sætur og brosandi.
Ótrúlega gefandi að komast í snertingu við fólk sem starfar af heilindum og ástríðu og er tilbúið að berjast fyrir því sem skiptir það máli. Óska Drekunum í Drekaslóð til hamingju með opnunina og alls hins besta í framtíðinni!
Ótrúlega gefandi að komast í snertingu við fólk sem starfar af heilindum og ástríðu og er tilbúið að berjast fyrir því sem skiptir það máli. Óska Drekunum í Drekaslóð til hamingju með opnunina og alls hins besta í framtíðinni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli