Í gær var lokahóf hjólreiðanefndar ÍSÍ. Þar var farið yfir keppnistímabilið 2010, framtíðarplön, keppnisreglur, bikarmeisturum afhent verðlaun, tilnefningar til hjólreiðamanns og konu ársins og margt fleira. Það er greinilega mikill metnaður hjá hjólreiðanefndinni að hafa skýrar, gengsæjar og sanngjarnar reglur. Sannarlega fyrirmyndar vinnubrögð á þeim bænum og gaman að vera með.
Bikarmeistari í götuhjólreiðum 2010
Margrét, Eva og Ása
Við Margrét vorum voða glaðar með þetta.
Styrktaraðilarnir mínir hjá EAS eru voða ánægðir með mig. Þær vörur sem ég nota (n.b. ég skipti ekki út máltíðum fyrir fæðubótadrykki!) eru Iso Drive, sem ég nota sem orkudrykki á löngum og erfiðum æfingum, Mass Factor prótein drykki eftir erfiðar æfingar til að dekka næringarþörf þangað til maður getur græjað almennilegan mat og svo er gott að redda sér á Myoplex ef maður er í tímaþröng og þarf að næra sig fyrir æfingu, létt í maga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli